BJÖRGVIN HALLDÓRSSON – ÞIG DREYMIR KANNSKI ENGIL: BALLÖÐUR BJÖRGVINS (2017) 2CD 8 stjörnur

Það hafa komið nokkrar safnplötur með Björgvini Halldórssyni í gegnum tíðina og líklega allar nokkuð góðar, en ferillinn perlum príddur og hans hlutverk í tónlistarsögunni er stórt. Áherslan í þetta sinn eru ballöðurnar, ástarljóðin og söguljóðin.

Á plötunni eru 2 nýjar upptökur, nýtt lag Lofgjörðin og ný útgáfa af lagi Jóhanns G Jóhannssonar, Ég er að tala um þig, bæði góð.

Það gera sér kannski ekki allir grein fyrir því að Björgvin hefur samið mjög mikið af sínum frægustu lögum sjálfur þó hann hafi fengið til liðs við sig góða textahöfunda.

Bestu dæmin eru Skýið, Ég er ennþá þessi asni sem þú kysstir þá, Það búa ýmis öfl í þér og  Þig dreymir kannski engil. Mörg laganna eru erlendir slagarar þ.a.m. Guð einn það veit (Brian Wilson), Þó líði ár og öld (Michael Brown), Minning (Bob Dylan) og Sagan af Nínu og Geira (Conway Twitty). Og bestu höfundar íslensku poppsögunnar eiga flestir lög hér eins og Gunnar Þórðason sem á Vetrarsól, Við Reykjavíkurtjörn og Kvölda tekur, Valgeir Guðjónsson á Ástin, Eyjólfur Kristjánsson á Ég lifi í draumi, Magnús Eiríksson á Sönn ást og Megas á Tvær stjörnur.

Heilt yfir áheyrileg plata og vel valin lögin.

8 af 10 stjörnum.

 

 

Posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist | Leave a comment

ÍSLENZKIR TÓNAR (2017) 3CD 8 stjörnur

Allt tónlistarefni Senu er nú í höndum Öldu og þar liggur megnið af íslenskri útgáfu frá upphafi þegar Fálkinn gaf út sína fyrstu plötu 1914 minnir mig

Sena var dugleg í að gefa út gimsteina fyrri tíðar og Alda hefur farið í smá fornleifagröft með 70 ára afmælisútgáfunni “Íslenzkir tónir” með 69 lögum sem þessi hljómplötuútgáfa gaf út á sínum tíma.

Ég ætla rétt að vona að tilgangurinn með kaupunum á Senu sé einmitt sú að hlúa að þessum gersemum og gefa tónlistina út.

Fyrir fjórum árum kom út plata sem hét “Gömlu dagana gefðu mér” þriggja diska plata með 60 lögum en þar voru 28 laganna hér, mjög gott safn frá sama tíma.

“Íslenzkir tónar” eru hins vegar sett í sögulegri umgjörð með góðum texta frá Jónatani Garðarssyni um Tage Ammendrup og hljómplötuútgáfu hans í almennu samhengi.

Elsta lagið á plötunni virðist vera Litla flugan með Sigfúsi Halldórssyni frá 1952 og það síðasta frá 1964 Komdu niður með Soffíu og Önnu Siggu.

Lögin eru öll upphaflega gefin út á árunum 1952 til 1964 og eiga öll að vera öllum Íslendingum kunn senn hlustuðu á gömlu gufuna fram að komu Rásar 2 og Bylgjunnar.

Öll þessi lög voru stöðugt í Óskalögum sjúklinga og Óskalögum sjómanna  Og ef ekki þá voru þau spiluð í þættinum Við vinnuna. Og þá er ég að tala um allt til 1983.

En þetta eru allt góð lög og ég ætla að láta lagalistann fylgja, hann segir meira.

Ragnar Bjarnason: Ég er kokkur á kútter frá Sandi, Hún var með dimmblá augu, Komdu í kvöld, Ship o hoj, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig og Vorkvöld í Reykjavík

Helena Eyjólfsdóttir: Ástarljóðið mitt, Gamla gatan, Gettu hver hún er, Hvítu mávar, Mannstu ekki vinur (í rökkurró) og Helena Eyjólfsdóttir, Óðinn Valdimarsson & Atlantic kvartettinn: Ég skemmti mér

Alfreð Clausen: Ágústnótt, Brúnaljósin brúnu, Manstu gamla daga, Þórður sjóari og Ömmubæn

Ingibjörg Þorbergs: Aravísur, Hin fyrstu jól, Á morgun og Heillandi vor

Óðinn Valdimarsson: Augun þín blá, Einsi kaldi úr Eyjunum, Ég er kominn heim og Í Kjallaranum

Sigfús Halldórsson: Dagný, Litla flugan og Tondeleyo

Sigrún Jónsdóttir: Augustin, Fjórir kátir þrestir og Lukta Gvendur

Sigurður Ólafsson: Meira fjör, Sjómannavals og Ég býð þér upp í dans

Skapti Ólafsson: Allt á floti, Ó nema ég og Syngjum dátt og dönsum

Svavar Lárusson: Ég vild’ ég væri, Hreðavatnsvalsinn og Sjana síldarkokkur

Anna Vilhjálms og Berti Möller & Hljómsveit Svavars Gests : Ef þú giftist mér og Heimilisfriður

Elly Vilhjálms: Ég veit þú kemur og Ég vil fara upp í sveit

Erling Ágústsson: Oft er fjör í Eyjum og Við gefumst aldrei upp

Guðrún Á Símonar: Af rauðum vörum og Svanasöngur í heiði

Savanna tríóið: Á Sprengisandi og Suðurnesjamenn

Soffía Karlsdóttir: Bílavísur og Það er draumur að vera með dáta

Steindór Hjörleifsson: Einu sinni á ágústkvöldi og Ástardúett

Bessi Bjarnason, Baldvin Halldórsson & Ævar R Kvaran: Hvar er húfan mín?

Gerður Benediktsdíottir & Tíó Árna Ísleifs: Æ ó aumingja ég

Hljómsveit Svavars Gests: Kvöldljóð

Jakob Hafstein: Söngur villiandarinnar

Jóhann Möller & Tónasystur: Pabbi vill Mambo

Jónas Jónasson & Hljómsveit Svavars Gests: Spánarljóð

Leikbræður: Hanna litla

María Markan: Blómkrónur titra

Nora Brocksted & Mann-keys: Svo ung og blíð

Sigríður Hagalín: Ljúflingshóll

Sigurdór Sigurdórsson & Hljómsveit Svavars Gests: Þórsmerkurljóð

Soffía og Anna Sigga & Hljómsveit Árna Ísleifs: Komdu niður

Tígulkvartettinn: Ég mætti þér

Tónasystur: Bergmál og Unnusta sjómannsins

 Ef þetta kveikir ekki í einhverjum ….

hia

8 af 10 stjörnum

Posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist | Leave a comment

EGILL ÓLAFSSON – FJALL (2017) LP 8 stjörnur

Ferill Egils Ólafssonar spannar um 42 ár, hann hófst opinberlega með Spilverki Þjóðanna og Stuðmönnum. Síðan þá hefur hann víða komið við, flutt allskyns tónlist bæði einn og í samvinnu við aðra. Hann hefur líka leikið á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi.

Fyrir fimm árum kom út sólóplatan Vetur sem Egill vann með finnanum Matti Kallio. Metnaðarfullt verk á lágu nótunum sem var dálítið ólíkt því sem oft hafði komið frá Agli.

Nýja platan er í rökréttu framhaldi að Vetri og heitir Fjall, en samt með meiri tilvísun í mun fleiri áttir. Egill semur öll lögin sjálfur, en þó eitt þeirra með sínum gamla félaga Sigurði Bjólu.

Fjall byrjar í anda níunda áratugarins og nýbylgjunnar með laginu „Hér er allt …“ með textapælingu og samhengi „bankakreppunnar“ og „túristasprengjunnar“. Egill hefur alltaf verið pólitískur og haft sínar skoðanir sem hefur stundum miðlað í textum sínum. Hann er líka vel upp alinn í músík, ljóðum og fagurfræðum.

„Hósen gósen“ er lagið sem hann semur með Bjólunni og minnir á fyrri verk hans eins og „Blátt Blátt“. Í kjölfarið kemur funky jazzrokkið „Tómaflökt“ með smá tilvísun í tíma Þursanna. „Mikið er gott að sjá þig…“ er líka í þessum Steely Dan / Móses Hightower anda.

Gamla Spilverkslagið sem aldrei var gefið út á sínum tíma er lagið „Í ljóði“, sem er dreymandi og háfleygt, kinkað í átt til laga David Crosby.

Þrjú laganna á B hliðinni (já við erum bara að tala um vinylplötu ekki disk, en það fylgir niððurhalslykill hverri plötu) minna mig á Beatles, Hey Jude / Let It Be, gítarleik George Harrison. „Tími og ótími“ byrjar með píanóslætti í anda Paul McCartney, flott popplag með Bítlabragði. „Ég kem af fjöllum“ er mjúkt sveim lag á lágum nótum og „Við erum dús“ er líklega einhvers konar persónulegt uppgjör fullorðins manns og konu, sungið með Sigríði Thorlacius í dúett.

Fjall er góð og vönduð plata sem endurspeglar marga áhrifavalda bæði í lögum og textum, en þó enn sterkar feril og lífshlaup Egils.

Lögin sem heilla mest eru Tími og ótími, Hér er allt og Í ljóði.

8 af 10 stjörnum.

n.b. Umslagið er vandað og fagmannlega unnið en stærð LP plötunnar er líka betri til að koma list plötuumslagsins til skila.

Posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist | Leave a comment

2017 PLÖTUR ÁRSINS

 

 

  1. U2 Songs Of Experience

2. RAY DAVIES Americana

3. IAN McNABB Star Smile Strong

4. WESLEY STACE Wesley Stace‘s John Wesley Harding

5. WATERBOYS Out Of All This Blue

6. PAUL WELLER A Kind Revolution

7. YUSUF/CAT STEVENS The Laughing Apple

8. LINDSEY BUCKINGHAM CHRISTINE McVIE Lindsey Buckingham Christine McVie

9. CHRIS HILLMAN Bidin’ My Time

10. ELLIOTT MURPHY Prodigal Son

11. STRAWBS The Ferryman’s Curse

12. NEIL YOUNG The Visitor

13. RALPH McTELL & WIZZ JONES About Time Too

14. ROGER WATERS Is This The Life We Really Want?

15. PROCOL HARUM Novum

16. VAN MORRISON Versatile

 

 

17. JOHN MAYALL Talk About That

18. STEPHEN STILLS JUDY COLLINS Everybody Knows

19. FAIRPORT CONVENTION 50:50 @ 50

20. RINGO STARR Give More Love

21. VAN MORRISON Roll With The Punches

22. DAVID CROSBY Sky Trails

23. MIKE OLDFIELD Return To Ommadawn

24. TRAD ARRR Further Tales Of Love! Death! & Treachary!

25 BOB DYLAN Triplicate

26. COURTNEY BARRETT & KURT VILE Lotta Sea Lice

27. STEVE EARLE & THE DUKES So You Wanna Be An Outlaw

28. ROBERT PLANT Carry Fire

29. SQUEEZE The Knowledge

30. CHUCK PROPHET Bobby Fuller Died For Your Sins

 

Posted in Plötufréttir, Tónlist | Leave a comment

2017 – erlent endurmetið endurgefið eldra efni

1. BEATLES Sgt Peppers’ Lonely Hearts Club Band 50th Anniversary Super Deluxe Edition (4CD/2DVD)                                                                                                   Magnaðasta plata allra tíma, Sgt Peppers Lonely Hearts Club átti 50 ára útgáfuafmæli í sumar sem leið. Af því tilefni voru gefnar út viðhafnarútgáfur. Sú stærsta samanstendur af 4 geisladiskum og tveimur DVD diskum. Aðalfengurinn er ný hljóðblöndun í steríó sem Giles Martin, sonur George Martin gerði. Hreint út sagt meistaraverk sem nær fram hljóðum sem maður hafði ekki heyrt. Diskar 2 og 3 eru “verk í vinnslu” og diskur 4 er mónóútgáfan frá 1967 með aukalögum eins og Strawberry Fields Forever og Penny Lane. Á DVD/BR diskunum er heimildarmyndin The Making of Sgt. Pepper frá 1992 uppfærð með viðtölum við Paul, George og Ringo og útskýringum á upptökunum frá sjónarhóli George Martin. Kynningarmyndir fyrir ‘A Day In The Life’, ‘Strawberry Fields Forever’ and ‘Penny Lane’. 2017 Giles Martin 5.1 surround sound mixið og high-resolution stereo audio in 96KHz/24bit af Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band plús ‘Strawberry Fields Forever’ and ‘Penny Lane’.

 

 

 

 

 

 

 

  1. DAVID GILMOUR Live At Pompeii Deluxe Edition (2CD/2BR)                           Hljómleikaplötur hafa aldrei heillað mið að sama skapi og hljóðversplötur með nýju efni. En það koma alltaf ein og ein sem flokkast sem meistaraverk og Live At Pompeii með David Gilmour flokkast þar.

 

  1. KING CRIMSON Sailors’ Tales (21CD/4BR/2DVD)                                                 Box settin frá King Crimson eiga fá sín lík. Sjóara sögur er þó frábrugðin hinum að því leyti að hér eru þrjár hljóðvershlutur og hljómleikar og stúdíóupptökur frá þeirra tíma sett saman í 27 diska kassa með bók, myndum og memorabilia. Breiðskífurnar sem um ræðir eru In The Wake Of Poseidon, Lizard og Islands, sem er uppáhalds King Crimson tímabilið mitt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  1. BOB DYLAN The Bootleg Series Vol 13/1979-1981: Trouble No More (8CD/1DVD)                                                                                                                              Ég hef aldrei haft blinda trúa á trúarbrögðum, þó að ég sé alls ekki ás móti þeim og telji að siðareglur trúarbragðanna skipti miklu máli og hafi staðist tímans tönn hreint ótrúlega. Bob Dylan tók upp á því að gerast trúa trúboði milli 1979 og 1981 með plötunum Slow Train Coming, Saved og Shot Of Love. Margir asðdáenda Dylan gáfust upp á honum á þessum tíma, en þessar plötur verða að teljast með hans slakari plötum þó finna megi eitt og eitt gott lag. En auðvitað höfum við lært að meta það góða og The Bootleg Series vinnubrögðin eru hreint út sagt frábær. Safnið samanstendur af mestu af hljómleika upptökum, en líka af óútgefnu stúdíóefni. Ég vissi ekki af 11 diska útgáfunni fyrr en ég var búinn að kaupa 9 diska útgáfuna, en þar bætist við 2CD Live in San Diego, sem hlýtur að koma út sér á endanum.

  1. U2 The Joshua Tree The 30th Anniversary Deluxe Box Set (4CD)                     Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að gefa út viðhafnarútgáfu á 10 ára fresti! 1996 gaf Mobile Fidelity út gullútgáfu með hljóðleiðréttingum og 2007 komu út 20 ára afmælisútgáfur og stærsta útgáfa var 2ja diska og eins DVD. Í ár komu síðan 30 ára afmælisútgáfur með fjórum geisladiskum, en auk aðalplötunnar er svipaður aukadiskur nr 4 og var nr 2 í 20 ára útgáfunni. Siskur 3 er með remixum og diskur 2 með hljómleikum frá Madison Square Garden 1987. Og umbúðirnar er frábærar.

6. DAVID BOWIE A New Career In A New Town (11CD)                                             A NEW CAREER IN A NEW TOWN – er framhald af Five Years (12CD) frá 2015 og Who Can I Be Now ? (12CD) frá 2016. Stúdíóplöturnar sem fá nýja yfirhalningu frá Tony Visconti eru Low, Heroes, Lodger og Scary Monsters. Auk þess eru tvær útgáfur af hljómleikaplötunni Stage, The Gousher, Heroes EP og Rarities plata.

7. HOLLIES Head Out Of Dreams (The Complete Hollies August 1973 – May 1988) (6CD)                                                                                                                            Head Out Of Dreams kemur í kjölfar “Clarke, Hicks & Nash Years: The Complete Hollies April 1963 – October 1968 (6CD) og Changing Times (The Complete Hollies – January 1969 – March 1973 (5CD) og myndar með þeim Complete safn laga þeirra. Öll þeirra frægustu lög voru að baki 1973, þó að Another Night platan frá 1975 hafi verið vinsæl hér á landi. En þetta er hafsjór góðrar tónlistar, óútgefið efni og bakhliðar á smáskífum og góður bæklingur fylgir annars mjög ódýrri en vandaðri útgáfu.

8. FAIRPORT CONVENTION Come All Ye The First Ten Years (7CD)                     7CD box set sem skautar yfir fyrstu tíu árin og 121 lag. Mörg laganna hafa ekki áður komið út eða um 50 talsins bæði hljómleika og hljóðversupptökur, lög af smáskífum og útvarpsupptökur og jafnvel af plötu semn kom ekki út. Á þessum tíma komu út plöturnar Fairport Convention (á Polydor) What We Did On Our Holidays, Unhalfbricking, Liege & Lief, Full House, Angel Delight, Babbacombe Lee, The Manor Album (sem kom reyndar ekki út), Rosie, Nine, Rising For The Moon, Gottle O Gear (allar á Island), The Bonny Bunch Of Roses og Tippler’s Tales (á Vertigo). Á þessum tíma komu líka Live plöturnar Fairport Live Convention of Live at LA Troubador.  Og á þessum tíma voru alls 19 tónlistarmenn meðlimir í Fairport Convention!

9. CREAM Fresh Cream (3CD/1BluRay)                                                                               Fresh Cream var fyrsta breiðskífa Cream sem kom út í desember 1966.Þrír mikilsvirtir blús púritanar sem voru búnir að skapa sér nafn með John Mayall, Yardbirds, Graham Bond Organisation og Manfred Mann. Helmingur upphaflegur plötunnar eru blús standardar eins og Spoonful og I’m So Glad. 50 ára afmælisútgáfan sem kom út í janúar er 3ja diska auk Blu Ray disks.

10. DONOVAN Buried Treasures 2 (1CD)                                                                            Open Road  kom út 1970 og svo kom barnaplatan HMS Donovan í júlí 1971. Donovan er einn af þessum sem er alltaf að semja og taka upp og “Buried Treasures 2” er safn laga sem voru tekin upp í mars 1971 og komu aldrei út, hvers vegna? Hver veit. Næsta plata var Cosmic Wheels sem kom út 1973. Lögin hérna eru sko alveg þess virði að gefa út. Hlakka til að fá númer 3.

11. 10CC Before During After (4CD)                                                                                   Eins og nafnið bendir til þá skipftist efnið í tónlist meðlima áður en þeir stofnuðu 10cc, sem sagt Mindbenders, Graham Gouldman, Hot Legs, Ramases og eitt lag með Neil Sedaka, en það hefði auðveldlega mátt gera 4 diska box með lögum “fyrir” 10cc. Einn diskanna er með 10cc efni Best of 72-78. Síðan hafa þeir valið það besta sem þeir hafa gert eftir 10cc á einn disk. Fjórði diskurinn er síðan með efni sem þeir fyrir aðra.

12. JETHRO TULL Songs From The Woods (3CD/2DVD)                                            Jethro Tull eru búnir að gefa út stórkostlegar endurútgáfur á plötum sínum og í ár var komið að Songs From The Woods. Steven Wilson endurmixaði plötuna og nokkur aukalög sem er á fyrsta disknum, á disk 2 og þrjú eru hljómleikaupptökur sem Jakko Jakszyk remixaði og síðan er 4ði diskurinn er DVD yfirfærsla í tæknilegum nótum sem ég ætla ekki að skilja. Diskur 5 er DVD diskur með hljómleikum frá Live In Maryland ásamt aukaefni.

 

13. WHO Maximum As And Bs (5CD)                                                                                    Það eru rúmlega 53 ár síðan fyrsta smáskífa The Who kom út, Zoot Suit og I’m The Face, reyndar undir nafninu The High Numbers. Síðasta smáskífa The Who kom út rúmum 50 árum síðar Be Lucky og I  Can’t Explain (remixed).                                                                   Lögin sem The Who hafa gefið okkur eru ekkert smá gersemi: My Generation, Pinball Wizard, I Can’t Explain, I Can See For Miles, Won’t Get Fooled Again, Squeeze Box, Join Together.                                                                                                                                                    En af hverju safnið er ekki Complete skil ég ekki. Af hverju er It’s Hard / Dangerous sleppt? og fullt af öðrum sem hefu fyllt einn disk í viðbót.

14. JAM 1977  (4CD/1DVD)                                                                                                        40 ára afmælisútgáfa sem samanstendur af fyrstu tveimur breiðskífunum með aukaefni, In The City og This Is The Modern World, Polydor demo upptökurnar frá febrúar 1977 og hljómleikar frá 1977 líka. Á DVD disknum eru myndböndin frá 1977 og sjónvarpsupptökur. Og auðvitað fylgir 144 blaðsíðna bók með auk póstkorta.

15. BOB MARLEY & THE WAILERS Exodus 40 (3CD)                                                    Ein besta plata Bob Marley í 40 ára afmæliskassa.  Lög eins og One Love, Jamming, Three Little Birds, Exodus, Natural Mystic og Waiting In Vain. í tveimur útgáfur hvert lag og auka hljómleikadiskur.                                

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

16. KING CRIMSON Live In Chicago (2CD)                                                                         Óvenjulegir tónleikar frá 26 júní 2017 í Chicago með fullt af lögum sem King Crimson eru að flytja í fyrsta sinn þar á meðal Islands, The Lizard Suite, The Errors, Fallen Angel, Cirkus, The Letters og fleiri. Ekki mikið af Adrian Belew tímabilinu en hann hefur hótað lögsókn ef músíkin frá hans tíma með bandinu bværi spiluð eða gefin út!
Einstök hljómleikaplata.

 

 

 

 

 

17. NEIL YOUNG Hitchhiker (1CD)                                                                               Hitchhiker er ein af mörgum plötum sem Neil Young hefur planað um ævina en ekki gefið út á sínum tíma. Tvö laganna komu út 1977, Campaigner á safnplötunni Decade einu erindi styttra og The Old Country Waltz með Crazy Horse á American Stars And Bars.  Human Highway kjom í hljómsveitar búningi 1978 á Comes A Time, Pocohontas var á Rust Never Sleeps með aukahljóðfærum, Powderfinger í hljómleikaupptöku með Crazy Horse og Ride My Llama í hljómleikaútgáfa bæði á sömu plötu frá 1979. Captain Kennedy dúkkaði á Hawks And Doves 1980 og Hitchhiker á LeNoise á rafmagnsgítar 2010. Hawaii og Give Me Strenght eru auðvitað fáanleg á bootleg til viðbótar, þannig að eftir stendur sjarminn af upptökunni sem gerð var á einu kvöld þann 11. ágúst 1976 með kassagítar, gras, bjór og kók og David Briggs á upptökutökkunum.

18. KING CRIMSON The Elements 2017 (2CD)                                                            Fjórði árgangur af The Elements Tour, sem segir okkur af King Crimson sé búina að túra í 5 ár samfleytt þar sem efninu er safnað úr hljómleikaferðum fyrra árs. Þessi 7-8 manna útgáfa með Jakko Jakszyk sem söngvara er líklega sú besta frá upphafi en mætti fara að koma með stúdíóplötu. Á Elements má finna ýmsar útgáfur frá ýmsum tímum þó, ekki bara nýja bandið.

 

 

19. PAUL McCARTNEY Flowers In The Dirt Super Deluxe Edition (3CD/1DVD)                                                                                                                                  18 aukalög á 2 diskum þar á meðal áður óútgefnar prufuupptökur með Elvis Costello, b hliðar af smáskífum, remix og smáskífu útgáfur. Á DVD disknum má finna öll prómó videóin, Put It There d0cumentary og  3 ný myndbönd. Svo má finna 112 blaðsíðna bók 32 blaðsíðna blokk með handskrifuðum textum Macca auk athugasemda 64 síðna myndabók og bók um listaverk Lindu McCartney. Lögin á plötunum eru: CD1 (2017 Remastered): 1. My Brave Face 2. Rough Ride 3. You Want Her Too 4. Distractions 5. We Got Married 6. Put It There 7. Figure Of Eight 8. This One 9. Don’t Be Careless Love 10. That Day Is Done 11. How Many People 12. Motor Of Love 13. Où Est Le Soleil?.                                                CD2 (The DEMOS): 1. The Lovers That Never Were 2. Tommy’s Coming Home 3. Twenty Fine Fingers 4. So Like Candy 5. You Want Her Too 6. That Day Is Done 7. Don’t Be Careless Love 8. My Brave Face 9. Playboy To A Man.                                                             CD3 (1988 DEMOS): 1. The Lovers That Never Were 2. Tommy’s Coming Home 3. Twenty Fine Fingers 4. So Like Candy 5. You Want Her Too 6. That Day Is Done 7. Don’t Be Careless Love 8. My Brave Face 9. Playboy To A Man

20. FLEETWOOD MAC Tango In The Night (5CD)                                                             Disc One: Original album (CD – 2017 Remaster), Disc Two: B-Sides, Outtakes, Sessions (CD), Disc Three: The 12 Inch Mixes (CD), Disc Four: The Videos (DVD), Disc Five: Original Album (Vinyl).

 

21. SHADOWS Boxing The Shadows 1980-1990 (11CD)                                                  Shadows 1980 – 1990 tilheyrir ekki besta tíma The Shadows. En samt gerðu þeir fullt af áheyrilegum plötum og hljómum sem aðrir voru ekki að gera. Þeir gáfu út plöturnar Simply Shadows og Reflection sem voru platinum plötur. gull plöturnar Stepping To The Shadows og Moonlight Shadows og silfur plöturnar Change Of Address og Hits Right Up Your Street . Auðvitað voru þeir bara skugginn af þeim sjálfum á þessum tíma en samt betri en flestir.

 

 

 

 

 

 

 

 

22. DONOVAN Donovan Performs Sunshine Superman At The Royal Albert Hall with The London Contemporary Orchestra conducted by John Cameron featuring Jimmy Page (2DVD)                                                                                             Þessi ætti kannski ekki að vera á þessum lista þar sem hér er er CD eða LP útgáfa bara DVD. En hún hér núna. Donovan er búinn að vera duglegur að túra, þrátt fyrir að röddin sé löngu farin og afð hann ætti frekar að einbeyta sér að endurútgáfum og að grafa upp gamlar gersemar sem komu ekki út. En þessi pakki er ágætur með Jimmy Page á gítar og krakkarnir hans Astrelle og Donovan Leitch jr koma líka við sögu ásamt Shawn Phillips.

23. ROLLING STONES Their Satanic Majesties Request 50th Anniversary Edition                                                                                                                                                     Eina platan sem ég er ekki búinn að kaupa á þessum lista mínum. Það er vegna þessa að ég er að vona að hún komi sitt í hvoru lag LP og CD sér ekki 4 útgáfur af sömu plötunni. Móno og steríó bæði á CD og LP, sem sagt 4x það sama. allar útgáfur remasteraðar. Ekkert aukaefni. Og fokdýr. Aðeins of mikið. Enda voru Rolling Stones með fyrstu útrásarvíkngum Breta. Too Much.

24. JON MARK Sally Free And Easy  (1CD)                                                                                                                                                          Jon Mark á að baki feril sem gítarleikari og útsetjari fyrir Marianne Faithfull, 1963 gerði hann breiðskífu með Alun Davies (Gítarleikara Cat Stevens) Relax Your Mind og aðra undir nafninu Sweet Thursday 1969, spilaði með John Mayall á The Turning Point og Empty Rooms líka 1969. Stofnaði Mark Almond þegar hann oh  Johnny Almond hættu með Mayall og gerðu 9 plötur saman frá 1971 til 1996. Gerði tvær frá frábærar sólóplötur Songs For A Friend 1975 og The Lady & The Artist 1983., en eftir það komið ógrynni af lélegum “íhugunarplötum” sem ég vil ekki telja með 🙂 . Sally Free And Easy er sólóplata sem var gerð 1965 en kom aldrei út. Eitt af púzzlunum sem vantaði í músíksöguna.

25. STEVE WINWOOD Winwood Greatest Hits Live (2CD)                                                                                                                                                 Fyrsta og eina hljómleikaplata Steve Winwood án Traffic eða Spencer Davis Group eða Eric Clapton, og bara helvíti góð.  Hann fer í gegnum bestu/uppáhaldslöhin sín með vönduðu bandi sínu og flytur lögin vel.

26. ERIC STEWART Anthology (2CD)                                                                                Eric Stewart var með Graham Gouldman og Godley og Creme í 10cc. Eric var líka í The Mindbenders og hægri hönd Paul McCartney á PressTo Play og var á tveimur öðrum. En hann hefur líka gert nokkrar sólóplötur. Anthology er safn af sólóplötunum og seinni tíma 10cc. Frábært endurhljóðblöndun.

27. GRATEFUL DEAD The Grateful Dead (50th Anniversary Deluxe Edition)   (2CD)                                                                                                                                               Þó að meðlimir Grateful Dead kæmu úr alls kyns tónlist þá er fyrsta breiðskífan þeirra poppplata. Hún var tekin upp á 4 dögum og raun ekki lýsindi fyrir hljómsveitina, sem var stofnuð tveimur árum fyrr sem jug band. Breiðskífan kom út í mars 1967 á vinyl að sjálfsögðu og eflaust á kassettu og 8 track, en fyrsta endurbætta útgáfan kom út 2001, með 15 lögum á einum disk í stað 9. Og í byrjun ársins var gefin út 50 ára afmælisútgáfa með aukadisk með hljómleika efni frá 1966 og bættum hljóm og í fluttum umbúðum.

28. RASCALS The Complete Singles As And Bs (2CD)                                                                                                                                                         Pop soul frá New York. The Rascals byrjuðu sem The Young Rascals með lög eins og Groovin’ og Good Lovin’. Tvöfaldur diskur með A og B hliðunum af öllum smáskífunum þeirra.

29. LUCINDA WILLIAMS This Sweet Old World (1CD)                                                    Í stað þessa að endurblanda og hreinsa upphaflegu upptökurnar af Sweet Old World hefur Lucinda Williams tekið öll lögin upp á ný og bætt við nokkrum. Röddin er orðin grófari með aldrinum, en þetta er vel gert. En það hefði verið gaman á fá þessa í pakka með originalanum undurhljóðblönduðum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

30. GODLEY & CREME Body Of Work (1978-1988) (5CD)                                                                                                                                                       5 diska safn með öllu sem þeir gerðu fyrir Polydor útgáfuna (ekki fyrsta efnið). Flottar umbúðir og góð músík.

Posted in Plötufréttir, Tilkynningar, Tónlist, Uncategorized | Leave a comment

BUBBI MORTHENS – TÚNGUMÁL (2017) 9 stjörnur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

12. júlí 1980, tæpum mánuði eftir útkomu fyrstu plötu Bubba Morthens, Ísbjarnarblús skrifaði ég þetta í niðurlagi um plötuna í plötudómi í Morgunblaðinu: “Bubbi Morthens á eftir að verða mjög áberandi og leiðandi afl í rokkinu.”

Í byrjun sumars kom þrítugasta stúdíóplata Bubba Morthens (undir eigin nafni), 37 árum síðar, Túngumál, og það hefur ýmislegt gengið á á þessum tíma, bæði hjá Bubba og þjóðinni og heiminum sem hann fjallar um. Og hann er búinn að fjallla um tímana tvenna á plötum sínum líka. Og líklega búinn að gefa út um 500 frumsamin lög giska ég á.

En það er langur vegur frá Ísbjarnarblús til Túngumál, 37 ár af lífshlaup Bubba og þjóðarinnar, eða hvað?

Auðvitað var meiri bylting í hinum 24 ára Bubba en 61 árs Bubba. En þá kemur vonandi annað til sögunnar.

Bubbi snýr að hluta til plötunnar sem hann gerði árið 1992 með Kúbverskum tónlistarmönnum sem hét Von. Suður Ameríka er yfirlýstur áhrifavaldur í flestum laganna. En hann minnir mig líka á Evert Taube, Bellmann og Ása í Bæ, Afríku, Leonard Cohen, Lorca, reggae, Malí, Portúgal, rockabilly, konur og auðvitað Hrunið og allar siðferðislegar, pólitískar, félagslegar og andlegar afleiðingar þess, sem of fáir íslenskir listamenn hafa tjáð eða túlkað, þótt furðulegt sé.

Ég er maður margra galla, Sól bros þín og Það er þannig sem það er minna sérstaklega á Von. Leikandi létt og lipur lög sem sækja í undirmeðvitundina, en jaðra líka við það að fara yfir strikið í væmni og fortíðar-eitthvað.

Ég er maður margra galla er byrjunarlag plötunnar og þegar orðið klassískt:        

Ég á engan milljarð í banka                                                                                                               Ég á ekki flottan bíl                                                                                                                                 En ég á hlátur í glöðu hjarta                                                                                                                   Og minn eigin götustíl

Bubbi á 6 ár í að verða löggilt gamalmenni, og hlýtur að eiga að minnsta kosti 50 milljónir undir koddanum, eins og Brynjar Nilsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að helmingur Íslendinga á þeim aldri eigi.

En lagið er ólíklega um Bubbi þó það sé sungið í fyrstu persónu því það heitir söngur únga mannsins innan sviga. Enda fleira í textanum sem á varla við Bubba.

Í laginu Cohen blús, sem er samið í anda Leonard Cohen með sambærilegum gítarhljómum og voru á fyrstu plötunni “Songs Of Leonard Cohen“. Þetta er lengsti textinn 12 erindi og rúmlega 6 mínútur. Erindin virðast ekki öllu vera samhangandi en það er bara gaman:

Öllum virðist sama um alla                                                                                                               Allir stara á Guðinn sinn                                                                                                               Börnin í einsemdina falla                                                                                                                   Eins og ég og besti vinur minn                                                                                                               Eins og ég og síminn minn

og svo þetta erindi:

Fyrir vestan í sjónum synda                                                                                                             Sjötíu drukknaðir menn                                                                                                                Undir Grænuhlíð hjartað sitt binda                                                                                                      Við botninn og bíða þar enn                                                                                                              Að einhver komi og sæki þá senn

Það þarf þor og styrk til að hafa enga skoðun. Lagið “Ég hef enga skoðun” vakti strax athygli fyrir titilinn og svo er það í þessum létta Suður Ameríku stíl. Reyndar er umfjöllunarefni Bubba oft öskur dagsins, alls kyns mál líðandi stundar.

Ég hef enga skoðun ástin mín                                                                                                        Ókei                                                                                                                                                           Á öskri dagsins sem í eyrum hvín                                                                                                 Ókei

Flestar fréttir síðustu ára eru dálítið mikið “öskur dagsins” sem allir þurfa að hafa skoðun á og logarnir fljótir að berast um netið. Stundum dæmum við full fljótt og krefjumst bóta og uppgjöra í stað þess að heyra allar hliðar og treysta ekki alltaf “öskrum dagsins” því “svo lengi má ljúga að fólk fer að trúa”.

Bubbi fjallar um flóttamannavandamálið í laginu Bak við járnaðan himin.

Það er reiði þarna úti, rykið birgir sýn                                                                                      Rauðir loga brenna börnin þín                                                                                                   Þúsundir á vergangi og vonin engin er

Það er hungur þarna úti og allir vilja mat                                                                                        Alltaf er samt einhver að eta á sig gat                                                                                               Það er ofgnótt af öllu en bara sumir fá                                                                                                 Og milli sumra manna er óbrúanleg gjá

Skilaðu skömminni, MeToo lagið. :

Þöggun er drepandi kæfandi myrðandi                                                                                          Verkfæri andskotans                                                                                                                      Láttu hróp þitt heyrast berast sem víðast                                                                                   Skilaðu skömminni til gerandans

Og platan endar á laginu Guð blessi Ísland um hrunið, hverjir sluppu, hverjir voru grillaðir og hverju breytti það á endanum? Verður sagan einhvern tímann rétt skráð eða var upplifunin bara ólík á milli manna?

Bubbi hefur sjálfur sagt að platan sé innblásin af Suður Ameríku,, Mexicó, Niuaragua, Malí, Afríku og Portúgal, en það eru svipuð áhrif og frændi hans Haukur Morthens var undir og Íslenskir tónlistarmenn hafa í gegnum tíðana leitað í ásamt Ítalíu og Spánartónlist, sem má alveg bæta við í áhrifavalda.

Spilamennskan er einföld og góð á plötunni. Kassagítarinn hans Bubba er í toppklassa, ekki bara spilamennskan heldur líka næmnin fyrir góðu “sándi”. Tremelo gítar er í forgunni á nokkrum stöðum. Hann er líka með góða með sér og þar er fremstur í flokki Guðmundur Óskar sem spilar á bassa.

Ástarlögin er ótrúlega mörg á plötunni í einhvers konar fornum Shakespeare / íslenskum ættjarðarstíl með pönk áhrifum. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst þó að textarnir sé vel samdir þá er eitthvað sem truflar mig á stundum.

Í heildina er þetta nokkuð góð plata, margar sterkar melódíur, vel flutt á sinn sparlega máta og Bubbi í góðu formi. Ein af betri plötum hans af mörgum góðum.

9 af 10 stjörnum.

Umslagið er áberandi, litríkt og smekklegt.

 

 

Posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist | Leave a comment

DIMMA – ELDRAUNIR (2017) 10 stjörnur

DIMMA er ekki lengur ung og efnileg rokkhljómsveit. Eldraunir er fimmta breiðskífa þeirra og sú þriðja með núverandi liðskipan.

Í mínum huga eru þeir Deep Purple Íslands með mögnuðum, kraftmiklum, melodískum og góðum söngvara og einum hæfasta gítarleikara landsins og þar af leiðandi heimsins. Og svo er rythmageirinn, bassaleikur og trommur í hæsta klassa og smekk.

Ég er kannski að endurtaka fyrri dóma í fyrri plötur þegar ég segi að Eldraunir sé besta plata þeirra og lögin, textarnir og flutningur í topp klassa.

Þau segja megi að að Eldraunir sé í senn þyngri, harðari og hraðari, þá eru ýmis blæbrigði þungt rokk, rokk ballöður og jafnvel Thrash rokk og smá glimmer rokk. Textarnir eru vandaðir bæði í agaðri bragfræði og efnistöku og túlkun. Sumir textarnir hans Ingó Geirdals, gítarleikata, eru mjög persónulegir og Stefán Jakobsson, söngvari fær nafna sinn rithöfundinn Stefán Máni sér til aðstoðar í tveimur textum.

Lögin á plötunni eru 9 og platan byrjar á lagi Ingós Villimey sem hljómar eins og það hafa alltaf verið til, einfaldlega ódauðlegur klassiker. Textinn er vel saminn, hálfgerður ástaróður eins og textinn við Bergmál, sem er ástaróður til tónlistarinnar. Karlakórinn Stormsveitin kemur til aðstoðar og andi Ritchie Blackmore er í gítar riffinu og sólóum.Textinn er eftir Ingó en lagið er eftir Ingó, Silla Geirdal, bassagítarleikara og Birgir Jónsson, trommuleikara. Þessir þrír semja líka saman lagið Hrægammar, þungt melódískt rokklag með pólitíkum texta og Stormsveitinni í bakröddum.

Lögin Illgresi, Næturdýr og Svörtu nóturnar fjalla um einelti, svartsýni, þunglyndi, innri baráttu og aðrar eldraunir. Allt góð lög eftir Ingó, bæði lög og textar.

Stefán Jakobsson semur tvö lög á plötunni, og fékk Stefán Mána sér til hjálpar við textana. Í auga stormsins er lýst sem tudda rokki, engin lognmolla þar og hitt lagið er Hin kalda ást sem er klassísk rokkballaða.

Lokalag plötunnar Rökkur er önnur rokkballaða eftir Ingó og Silla með texta eftir Ingó. Ingó segist vera undir áhrifum David Gilmour og Mark Knopfler, en ég þykist heyra líka Jimmy Page og Ritchie Blackmore, en fyrst og fremst Ingó, sem er ekkert síðri en títtnefndar stjörnur. Rökkur er líka 7 mínútna epic lag með píanói og strengjum.

„Dimma In Rock“ ? Ein af betri plötum Íslandsögunnar, ekki bara ein plata enn.

Stjörnur: 10 af 10

Hia

p.s. umslagið er gott. Dálítið Dimmt en vel unnið og smekklegt. Og það á vel við.

Posted in Dómar, Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist | Leave a comment

SÖNGVAKEPPNIN 2016 (Sena/Ríkisútvarpið) 6 stjörnur

Það er kominn tími Eurovision á Rás 2. Í nóvember má ekki spila jólalög en í desember er að minnsta kosti annað hvert lag jólalag. Í janúar og febrúar er tími íslensku laganna í söngvakeppninni 2016 eins og hún heitir núna. Þá er annað hvert lag á Rás 2 íslenskt söngvakeppnislag. Lögin sem kepptu á síðustu 30 árum er dregin fram og spiluð eins í rituali. Útvarpsmennirnir Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson sem gerðu útvarpsþættina Árið er …voru fengnir til að gera sambærilega sjónvarpsþætti um Eurovision ævintýri okkar Íslendinga í nokkum vel gerðum þáttum sem fylgja með plötunni Söngvakeppning 2016. Á plötunni eru lögin tólf sem keppa um að taka þátti í Eurovision í Svíþjóð 10-14 maí næst komandi.

Það er margt gott við Eurovision. Læknar og aðrir draga upp í skúffum sínum hálfgerð lög og klára og komast í úrslit. Frægustu tónlistarmenn okkar hafa líka oft tekið þátt og sent inn lög bæði umbeðið og af sjálfsdáðum. Mörg frægari íslensk lög seinni tíma koma í keppninni enda þá þau ómældan tíma í útvarpi.

Kannski verður búið að velja lagið sem keppir þegar þessi umsögn birtist, en ekki þegar þetta er skrifað. Ég get ekki ímyndað mér hvað lag vinnur. Það er ekkert lag sem ég heyri heldur sem vinningslag í Eurovision 2016. En það eru ágætislög sem keppa. Karl Olgeirs á tvö ágætislög í keppninni. Konan hans hún Sigga Eyrún en góð söngkona sem er líka skemmtilega náttúruleg. Hitt lagið hans er Óvær sem Helgi Valur syngur og svona í fyrstu lagið sem heillar mig mest. Lagið hans Þóris Úlfarssonar Ég leiði þig heim er sungið af Pálma Gunnarssyni og og hljómar vitaskuld vel. Tveir með reynslu og þekkingu. Lagið Ótöluð orð hljómar líka vel á sinn krúttlega hátt sungið og samið af Ernu Mist og Magnús Thorlacius. Hljómsveitin Eva er með annað ágætt krúttlag Ég sé þig. Þórunn Erna Clausen á líka gott krúttlegt lag, Hugur minn er sem Erna Hrönn og Hjörtur Tómasson syngja. Alma Guðmunds úr Charlies og Nylon á lagið Augnablik sem Alda Dís syngur krúttlegt popp. Hin lögin með Elíasbet Ormslev, Ingó veðurguð, Gretu Salóme, Karlottu og Þórdísi Birnu og Guðmundi Snorri hafa bara ekki mikið í keppni, en eflaust eru ekki margir sammála mér.

Lykillög:

Óvær – Helgi Valur

Ótöluð orð – Erna Mist og Magnús Thorlacius

Ég sé þig – Hljómsveitin Eva

Ég leiði þig heim – Pálmi Gunnarsson

hia

n.b. umslagið heillar ekki

Posted in Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist | Leave a comment

EIVÖR – AT THE HEART OF A SELKIE (Sena) 6 störnur

Það er skammt stórra platna á milli hjá hinni færeysku Eivør Pálsdóttur. Í fyrra komu tvær merkilegar plötur frá henni, Bridges og Slör og nú enn ein.

Nýja platan er heilstætt verki um þjóðsöguna um konuna í selshamnum, kópakonuna frá Mikladal, sem átti sjö börn á landi og sjö börn í sjó, sem ég minnist að foreldrar mínir hafi sagt mér í barnæsku, en þá sem íslenska þjóðsögu.

Eivør vann plötuna með danska tónskáldinu Peter Jensen og færeyska rithöfundinum Marjun S.Kjelnæs. Plötuna tók hún síðabn upp með stórsveit og kór danska ríkisútvarpsins.

At The Heart Of A Selkie er að mestu sungin á færeysku enda byggð á færeysku útgáfunni. Útsetningar eru hreinun að hlusta á. Platan byrjar á laginu Havet – The Ocean sem er forleikur án söngs og við tekur Trettanda nátt – Epiphany, þjóðlegt og þungt. Verð mín, er eitt fallegast lag hennar, sem var á Slör í fyrra líka.  Reyndar í mun áhrifameiri útsetningu. Svo er komið að giftingunni og Uden Herren ophold vort hus og gard, lag í gamaldags kirkjulegum búningi, sem leysist upp í miklum söngæfingum kórsins. Slör fylgir í dramatískri útgáfu, titillagið síðan í fyrra. Magnaður flutningur. Næst syngur kópakonan vögguvísu til landbarna sinna Vögguvísa, ein kópakona syngur. Lagið er samið af Eivöru og Marjun, gullfalleg vögguvísa. Nar jeg betænker den tid og stund, er millikafli saminn af Peter Jensen, hálfgerður sálmur og mikið kórverk, einar átta mínútur. Í kjölfarið kemur Salt, einnig á Slör, en þá er hafið farið að draga kópakonuna til sín. Og ég er ekki frá því að nýja útgáfan sé jafngóð og sú á Slör. Hið gullfallega Elskaði fylgir í kjölfarið með frábærum færeyskum texta Marhun Syderbö Kjelnæs. Jeg vil mig Herren löve er fiskimanna sálmur eftir Thomas Kingo og sungin sem slíkur, en Eivör tók þennan sálm á einn af bestu plötum hennar, Tröllabundin. Lokalagið er Let meg, þar sem kópakonan biður mann sinn á landi að sleppa takinu og láta sig í friði, sem allir ættu að gera ef samböndin ganga ekki upp, hvort sem það er boðskapurinn eða ekki. Magnað lokalag.

Eins og ég hef áður sagt þá leitar Eivör í ýmsar áttir og ferillnn er bísna ókindarlegur. En mikill listamaður er hún og frábær söngkona.

Lykillög:

Verð mín

Vögguvísa ein kópakona syngur

Elskaði

Let meg

hia

6 stjörnur af 10

n.b. umslagið heillar mig ekki.

Posted in Icelandic music reviews, Plötudómar / Record reviews, Tónlist | Leave a comment

RAY DAVIES Americana (2016) 10 stjörnur

Ray Davies er án efa “enskasti” poppari allra tíma. Hann hefur samið texta og lög sem fjalla og skrá enskan lífsstíl betur en nokkur annar. Það er örstutt síðan hann var aðlaðar Sir Raymond Douglas Davies fyrir framlag sitt til enskrar menningar, geri ég ráð fyrir (en ekki útflutningstekjur eins og The Beatles fengu MBE orðurnar forðum).

Það er því dálítið út úr kú að nýja platan hans heiti Americana. Ray fjallar um það hvernig hann og félagar hans í The Kinks eltu endalaust Ameríska drauminn. Ray var reyndar búinn að gera bók um sama efni sem heitir líka Americana og kom út fyrir fjórum árum áður, en platan er búinn að vera “á leiðinni” síðan.

En í upphafi ferilsins var það amerískt rokk, blús og rhythm and blues (ekki það sama og RnB í dag) sem heillaði og þeir bræður Ray og Dave Davies bókstaflega fundu upp þunga rokkið með lögum á borð við “You Really Got Me” og “All Day And All Of The Night”.

Þeim var meinað að spila í Bandaríkjunum frá 1965 til 1969 á sama tíma og öll ensku böndin sló í gegn þar á hljómleikum og breiðskífum.

The Kinks náðu að slá í gegn í Ameríka með stífu hljómleikahaldi en þó aldrei á sama skala og The Who eða Led Zeppelin.

Það er til tónlistarstefna sem er kölluð Americana og þó að The Jayhawks, sem spila og syngja með honum á allri plötunni, sé Americana band, þá er músíkin ekki americana músik. Hún er einfaldlega Ray Davies, rokk, popp, music hall, country, folk, blues.

Það er 13 lög á plötunni (og 2 talaðir inngangar) sem eru einfaldlega bara öll góð, eins og til var ætlast. Ray Davies hefur 9 af 10 í forgjöf hjá mér.

Það eru samt ekki nema tvö lög sem elta í raun ameríska drauminn, fjalla um hann, The Great Highway og Americana. Hin lögin fjalla reyndar um reynslu sem má staðsetja í Ameríku, eins The Invaders, sem fjallar um fyrstu heimsóknina og líklega ástæðu fyrir 5 ára útlegðinni. Sama má segja um The Deal, en sagan í bókinni er jafnvel enn betri, en lagið er gott. Poetry er klassískt Kinks/Ray Davies lag með Bob Dylan áhrifum hér og þar og líklega klassískasta Kinks lagið.

Sóló feril Ray Davies fór rólega af stað með Storyteller hljómleikahaldi, meira að segja í Laugardalshöllinni, og hljómleikaplötu. 2006 og 2007 komu svo tvær frábærar plötur Other People’s Lives og Working Man’s Café, en útgáfufyrirtækið fór á hausinn og Ray gaf sér góðan tíma í ýmislegt annað. “Sunny Afternoon” söngleikurinn komst á fjalirnar 2004 í West End í London og gengur jafnvel ennþá, enda vel heppnað að því að mér skilst.

En Ray Davies hefur alltaf verið dálítið utanveltu, hefur kannski aldrei fallið alveg inn í myndina. The Jayhawks falla mjög vel að að músíkinni hans og hljómborðsleikarinn þeirra, hún Karen Grotberg syngur dúett með Ray í lögunum Message From The Road og A Place In Your Heart alveg eins og engill, bæði góð lög, þau minna smá á Nancy Sinatra og Lee Hazelwood.

Rock n Roll Cowboys fjallar um kynni Ray af söngvaranum Alex Chilton (Box Tops og Big Star, The Letter og September Gurls) ásamt upplestrinum The Silent Movie á undan laginu.

Í heildina er þetta frábær plata í sama klassa og margar bestu Ray Davies/The Kinks plöturnar.

Umslagið er reyndar hreint hallærislegt.

hia

Bestu lögin:

Poetry, Rock n Roll Cowboys, the Deal, Americana, The Invaders, A Place in Your HeartThe Great Highway, Wings Of Fantasy .

 

Posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist | Leave a comment