DECEMBERISTS – THE KING IS DEAD (2011)

Indie Folk Rock er skilgreiningin á þessu band hvað svo sem það þýðir.

Bandið er stofnað í Portland, Oregon í Ameríku af Colin Meloy, lagasmið, söngvara og gítarleikara, Nate Quary og Jenny Conlee. Og nafnið er fengið frá rússnesku kommúnista-desember-byltingunni 1825 eins og allir eiga að vita.

Bandið byggir á gamaldags gildum, textum með folk áhrifum þ.e.a.s. um sögulega atburði, með tilvitnunum í þjóðlög. Og hljóðfæri á borð við harmonikku, kontrabassa, mandólín, fótstigið orgel, fetilgítar og munnharpa skipa stóra sess og eru oft í forgrunni. Og téður forsprakki nefnir Anne Briggs, Nic Jones og Shirley Collins í enska folk geiranum sem áhrifavalfa ásamt Morrissey og The Smiths. Kannski er nafnið á nýju plötunni tengt Smiths!

Þau hafa einnig nefnt REM, XTC og Siouxsie & The Banshees sem áhrifavalda, en gleyma alveg að nefna Eagles, John Denver, James Taylor, Leonard Cohen, Paul Simon og Donovan, kannski ekki í tísku í dag?

The King Is Dead er sjötta breiðskífa þeirra. Útgáfuferill hófst 2001 með EP plötunni 5 Songs, síðan fyrsta breiðskífan Castaways & Cutouts 2002, Her Majesty the Decemberists kom í 2003, 2004 kom EP platan The Tain, Picaresque breiðskífan og EP platan Picaresqueties komu 2005.

2006 gerðu þau samningu við útgáfurisann Capitol og gerðu plötuna The Crane Wife. Og 2009 kom svo The Hazards of Love, sem náði inn á topp 20 á Billboard listanum í fyrstu viku.

Þeir gerðu heldur betur með nýju plötunni, hún fór beint í 1. sæti Billboard í fyrstu viku.

Það má segja að þau séu aðgengilegri, poppaðri og vinsældavænni, en engu að síður er aðal einkenni þeirra folk rokkið í hávegum haft. Meðal góðra gesta á plötunni er Pete Buck úr REM og Gillian Welch og félagi hennar Dave Rawlings.

Músíkin er kannski meira kántrískotin en áður, en lögin eru öll í fínum klassa, Down By The Water er mjög flott, grípandi popplag, í REM eða Eagles stíl, með Neil Young munnhörpu, January Hymn minnti mig strax á January Song með Lindisfarne, This Is Why We Fight er næsta smáskífa, nokkuð venjulegt Americana sánd, Rox In The Box eru skemmtilegt “þjóðlagalegt” lag með nikku og viðlagi úr Raggle Taggle Gypsy-O eftir Donovan, sem er kannski líka tekið af láni.

Músíkin er kannski meira kántrískotin en áður, en lögin eru öll í fínum klassa, Down By The Water er mjög flott, grípandi popplag, í REM eða Eagles stíl, með Neil Young munnhörpu, January Hymn minnti mig strax á January Song með Lindisfarne, This Is Why We Fight er næsta smáskífa, nokkuð venjulegt Americana sánd, Rox In The Box eru skemmtilegt “þjóðlagalegt” lag með nikku og viðlagi úr Raggle Taggle Gypsy-O eftir Donovan, sem er kannski líka tekið af láni.

En samt er eitthvað sem er ekki alveg að snerta mig. Ný Eagles? Ný REM? Eða ný Fairport Convention? En öllu heldur ný 10,000 Maniacs? Gæfumannapopp? Bókarpopp, hefur þetta líka verið kallað í Ameríku.

Og þar af leiðandi virkar bandið dálítið eins og upphitunarband, en reyndar fjári gott sem slíkt.

Ég er mikill Folk Rock aðdáandi og Byrds , REM og Gram Parsons og Country Rock aðdáandi, eins og The Decemberists virðast vera líka.

Og ég er hrifinn af svona músík, svona áhrifum, svona textum, svona söng, ég mér finnst þetta góða plata úr þessum geira, og ætla að gefa henni

8 stjörnur, sem þýðir að ég kaupi plötuna.

Hún verður örugglega á topp 20 listanum mínum þetta árið nema það komi enn fleiri 9 og 10 stjörnu plötur. Og viti menn það er hægt að fá þessa plötu í betri plötubúðum landsins!

Down By The Water er eitt af bestu lögum ársins til þessa, ásamt Rox In The Box.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *