PJ HARVEY – LET ENGLAND SHAKE (2011)

PJ Harvey byrjaði að spila titillagið á hljómleikum strax árið 2009 og þá með lagið „Istanbul (not Constantinopel)“ á teipi út allt lagið. Hún flutti það síðan í þættinum The Andrew Marr Show í apríl í fyrra á eftirminnilegan hátt með svartar fjaðrir í hárinu spilaði á dulcimer / autohörpu og ennþá með 50s lagið þeirra í Four Lads á teipi.

Á plötunni heldur lagið sínu formi en með undirspili básúnu, saxafóns, xylophone og mellotrons auk autohörpunnar, en Four Lads lagið er horfið, en lifir í kollinum hjá þeim sem hafa séð hina útgáfuna.

Polly Jean Harvey kom fram á sjónarsviðið fyrir alvöru 1992 með plötuna Dry sem náði strax miklum vinsældum í gæfumannapoppinu. Hún minnti dálítið á Yoko Ono, Marianne Faithfull, Lene Lovich og Björk og stundum Kate Bush. Og hún var grindhoruð og pínulítil og passlega skrýtin.

Hún er lítið gefin fyrir það að endurtaka sig og hefir dýft stóru tánni í rokk, pop, electroniku, punk, grunge, blues, singer songewriter píanómúsík og þjóðlagamúsík.

Hún hefur líka lagt mikið upp úr ímynd og hefur lagt mikið upp úr hárgreiðslu og fötum og breytt um stíla á milli platna.

Hún hefur unnið til margvíslegra verðlauna; Mercury Prize 2001 fyrir plötu númer 5 Stories From The City Stories From the Sea, Framlag til tónlist hjá Q 2002 og flutt af tilnefningum í Mercury Prixe og Grammy.

Og tvær af plötunum hennar meðal 500 bestu hjá Rolling Stone og önnur verðlaun hjá því blaði.

Og á þrjár plötur í bókinni 1001 Albums You Must Hear Before You Die.

Fyrstu lögin sem hún samdi voru í þjóðlagastíl en hún gaf þau aldrei út.

Let England Shake er áttunda sólóplatan hennar en hún hefur gert tvær plötur með John Parrish til viðbótar.

Ég hef ekki fylgst grannt með PJ Harvey eða hlustað mikið á hana þó ég hafi selt vel af fyrstu þremur plötunum hennar í Plötubúðinni til menntskælinga, mér hefur alltaf þótt hún allt í lagi, en hún hefur aldrei hrifið mig.

Hins vegar líkaði mér ágætlega það sem ég heyrði þegar ég tékkaði á nýju plötunni um það leyti sem hún kom út fyrir rúmum mánuði.

Það má alveg segja að þetta sé nútíma þjóðlagaplata, umfangsefnið tilheyrir allt sögu Englands, hvort sem er í Englandi eða á erlendri grundu.  Það eru víst miklar tilvitnanir í misheppnaðan bardaga bandamanna um Gallipoli en markmiðið var að ná Istanbul (þó Constantinopel) frá Ottoman veldinu 1915 snemma í fyrri heimstyrjöldinni. (All And Everything, On Battleship Hill og The Colour Of The Earth).  Það er greinilegt að stríðsrekstur samlanda hennar í fjarlægum löndum er að trufla hana og það kemur fram í fleiri textum, t.d. The Glorious Land.

Mér finnst fyrstu fjögur lögin á plötunni vera hreint frábær, titillagið, folk lagið „The Last Living Rose“ sem er með snert af Clash og Pogues og Nick Cave, hennar gamla kærasta. „The Glorius Land“ er líka smá Sandinista Clash folk rock , með herlúðri í bakgrunninum og svo meistaraverkið „The Words That Maketh Murder“, eitt besta lag ársins, með sínum beitta texta og línu úr „Summertime Blues“ frá Eddie Cochran, sem á mun betur við hér, „what if I take my problems to the United Nations“.

Fimmta lagið er líklega lagið sem ég eftir að meta mest, 6 mínútna epic sem fjallar um bardagann á Gallipoli. Hér hefði verið flott að hafa Nick Cave í bakröddum.

Það er sagt um plötur PJ Harvey að þær séu oft frekar dáðar en elskaðar.

Ég dáist af þessari plötu og er að byrja að elska hana sem sérstaka og einstaka plötu sem á sér ekki margar hliðstæður.

9 stjörnur á uppleið….

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *