ÝMSIR – ÞAÐ ER BARA ÞÚ: 38 LÖG UM ÁSTINA (2011)

Þetta ástarlaga safn kom út fyrir rúmum mánuði í tilefni Valentínusdagsins, ástardagsins, sem reyndar er ekki ennþá merktur inn á íslensk dagatöl, en mætti svo sannarlega vera þar alveg eins og bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Hins vegar er þessi dagur vinna sér sess hér. Þetta safn var söluhæst um tíma i febrúar.

Á plötunni eru ástarlögin flest af nýrri kantinum, öll nema eitt gefið út á þessari öld. Hins vegar eru í mörgum tilvikum endurgerð á eldri frægum lögum.

Meðal hinna rómantísku flytjenda eru Björgvin Halldórsson (í 4 laganna), Ellen Kristjáns í þremur,  Sugurður Guðmundsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Ragnheiður Gröndal, Páll Óskar, Bubbi Morthens og Stefán Hilmarsson eru íöll í tveimur lögum.

Höfundar laga er fjölbreyttir en Bubbi á flest, fimm lög, sem eru þó ekki öll flutt af honum, Magnús Þór Sigmundsson á fjögur og Stefán Hilmarsson á í þremur og Magnús Eiríksson á þrjú.

Og hvað lög skyldu nú vera fallegustu ástarlögin?

Mér finnst lagið Ást með Ragnheiði Gröndal langbest hér. En einnig eru mörg gullfalleg lög hér eins og Hvert örstutt spor sem hér er sungið af Þórunni Lárusdóttir, Ég er kominn heim, hér sungið af Sigurði Guðmundssyni , sem fer einnig vel með Við gengum tvö, Elska þig með Mannakorn, Draumaprinsinn hér sungið af Valgerði úr Tónaflóði, Ástarsælan hans Gunna Þórðar hér sungin af Jóhönnu Vigdísi, Hera syngur Talað við gluggann eftir Bubba, lagið hans Magga Eiríks, Ég elska þig enn hér sungið af Helga Björns, lág Ása í Bæ og Oddgeir, Ég veit þú kemur hér sungið af Eivöru, Bubbalagið Rómeó og Júlia, hér sungið af Jógvan og mörg fleiri.

Ef ég ætti að velja 40 bestu ástarlögin væru þau eflaust öll frá æskuárum mínum og örugglega á enska tungu.

Það er bara þú er góð hugmynd sem landinn hefur tekið vel. Ég treysti því að Valentínusarplata verði árlegur útgáfuviðburður.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *