ÝMSIR – SÖNGVAKEPPNI SJÓNVARPSINS 2011 (2011)

Söngvakeppni sjónvarpsins er ekki jafn árviss viðburður og Eurovision því stundum eru stjórnarhættir á Íslandi þannig að ef það kæmi  stjórnandi sem fengi þá hugdettu að fella niður jólin eitt árið mætti alveg eins búast við því að það gerðist, íslenskum stjórnendum er ekki treystandi og bera enga virðingu fyrir einu eða neinu, og við erum flest ansi miklir „útrásarvíkingar“ í eðlinu og gefum skít í allt og alla og okkar skoðun er sú eina rétta og allir hinir eru fífl, ekki satt?

Eurovision og Söngvakeppnin er eitthvað sem íslendingar elska að rífast um og að hafa stóra skoðun á.  Þetta er nú samt eitt vinsælasta sjónvarpsefni landans og hefur gefið af sér vinsæl íslensk lög í gegnum árin þó þau hafi ekki endilega unnið.

Söngvakeppni hefur verið ljós í skammdeginu rétt eftir áramótin þar sem erum nú ekki dugleg við að búa til gott skemmtiefni í sjónvarp eflaust af aðalástæðu íslendinga til alls, skipulagsleysi í fjármálum.

Nóg um það Söngvakeppnin var reyndar bara 4 þættir í ár, 15 lög, fyrst þrír þættir með fimm lögum og síðan úrslitaþáttur.

Keppnin skilað nokkrum ágætum lögum, Halli Reynis og lagið hans „Ef ég hefði vængi“  og „Ástin mín ein“ með Ernu Hrönn úr fyrsta þættinum eru góð og lagið hans Halli er mitt uppáhald en kannski ekki Eurvisionlag, ég veit ekki.

Í öðrum þættinum fannst mér „Nótt“ Jóhönnu Guðrún gott og „Eldgos“ með Matt Matt og lúmskt gaman að Rakel Mjöll og laginu „Beint á ská“.  Hugsanlega hefði annað hvort „Eldgos“ eða „Nótt“ farið áfram undir venjulegum kringum stæðum.

Í lokaþættinum fannst mér Magni og lagið „Ég trúi á betra líf“ best, en fannst líka „Ég lofa“ með Jógvan og „Aftur heim“ frá Sjonna Brink líka góð. Reyndar átti Sjonni uppáhaldslagið mitt í fyrra, „Waterslide“.

Þessi plata er minnisvarði, tímanna tákn og spjaldi í íslensku tónlistarsögunni.

Ég hefði persónulega valið 5 önnur lög en „Aftur heim“ til að keppa í Eurovision en ég ætla ekki að þykjast hafa rétt fyrir mér samt, það er bara minn smekkur.

Ég hef ekki mikla trú á velgengni íslenska lagsins í Eurovision frekar en ég hafði í fyrra.  En þá fannst mér Lena langbest en bjóst alls ekki við því að hún ynni samt.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *