BEADY EYE – DIFFERENT GEAR, STILL SPEEDING (2011)

Bræðra bönd hafa oft verið erfið í rekstri. Fólk þekkir líklega erjur þeirra Noel og Liam betur en tónlistina þeirra. Það eru ekki ófá skiptin sem annan hvorn þeirra vantaði í hljómleika af hinum ýmsu ástæðum.

Það var kannski tími til kominn að leiðir skildu. Noel er að taka upp plötu sem á að koma út síðar árinu, en Liam varð honum fyrri til. Hann stofnaði Beady Eye strax 2009 með Gem Archer og Andy Bell , sem höfðu spilað með Oasis frá 1999 og Chris Sharrock sem var nýkominn í Oasis þegar þeir hættu.

Andy Bell var gítarleikari í hljómsveitinni Ride sem gerði nokkrar góðar plötur sem seldust vel á sínum tíma. Chris Sharrock var í einu af mínum uppáhaldsböndum Icicle Works, og er svakalega góður trymbill. Hann kom inn í bandið í stað Zak Starkey (sem var líka í Icicle Works einu sinni), sem er sonur Ringo Starr. Liam líkaði engan vegin við að Noel fékk hann í bandið og þess vegna er sérstakt að hann skuli vera í Beady Eye.

Different Gear er skemmtileg og vönduð plata. Lagasmíðarnar er margfalt betri en ég bjóst við, lögin mörg hver mjög grípandi og sándið alveg frábært, enda er Steve Lillywhite upptökustjóri, sem hefur unnið með öllum þeim bestu, U2, David Bowie, Morrissey.

En útkoman er dálítið truflandi þegar maður sest niður að hlusta á plötuna sem gagnrýnandi. Það er ekkert verið að leyna aðdáuninni á John Lennon og Beatles, en á sama tíma er þetta besta Oasis platan What‘s The Story Morning Glory. Auðvitað var það aldrei leyndarmál, en það gerir verkefnið dálítið eins og eftirlíkingu af Beatles, Lennon sándinu og platan hljómar dálítíð eins og flott Psychedelic plata frá 67-69.

Kannski eru gítarleikararnir Gem Archer og Andy Bell líka að koma betur út úr skelinni, það er verulega flottur gítarleikur á plötunni.
Chris Sharrock hefur alltaf verið snillingur á trommunum og hann gefur ekkert
eftir.  Líklega er Beady Eye meira heildarband heldur en Oasis nokkurn tímann var undir stjórn Noels.

Þrjár smáskífur hafa þegar komið út, hið kröftuga „Four Letter Word“ sem er fyrsta lagið á plötunni, „Bring The Light“ og „The Roller“ sem margir telja vera endurgerð á „Instant Karma“ eftir Lennon. Og næsta smáskífa verður „Millionaire“ ekta sætt 60s popp, í anda George Harrison, með skemmtilegu gítarstefi.

Hljóðfærin hljóma gífurlega vel á plötunni, þó ég hafi nú reyndar bara hlustað á hana í niðurhali, þar sem annað er ekki í boði. Og ég þykist vita að þar hafi Steve Lillywhite ráðið ferðinni.

Það væri hægt að líkja tónlistinni við aðra endalaust, Who, Jam, Pretty Things, Yardbirds, Dave Clark Five, Buddy Holly … en Rutles voru samt oft ofarlega í huganum í vikunni.

Ef þið þekkið það ekki þá var Rutles svona Monty Phyton útgáfa af Beatles og það var gerð kvikmynd um feril Bítlanna. Höfundur laganna var Nei Innes og Eric Idle var þarna líka Innes endursamdi Beatles lögin og fyrir utan myndina sem er skyldueign bæði Beatles aðdáenda og Monty Phyton aðdáenda, þá gerðu þeir tvær plötur sem voru hreint afbragð. „Help“ varð t.d. „Ouch“. „ All You Need Is Love“ varð „Love Life“.

Beady Eye verða örugglega æðislegt hljómleikaband, það er nógu mikið af góðum „Lennon-Style“ rokkurum, Standing Of The Edge Of Noise, Bring The Light og Four Letter Word, og síðan allt þetta flott sing a long Bítl.

Ég get ekki alveg tekið þetta alvarlega en hef samt gaman af og verð að segja að hvert eitt og einasta lag stendur undir sér, og spilamennskan, söngurinn, flutningur, sándið og productionin er first class.

7 stjörnur

Þetta er plain tribute plata án allra dulargerva.

Tékkið á þessum lögum:

The Beat Goes On

The Roller

Millionaire

For Anyone

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *