DEERHUNTER – HALCYON DIGEST (2010)

Deerhunter er að koma til Íslands að spila á Reykjavik Music Mess eftir 10 daga. Aðstandendur hljómleikanna segjast hafa séð þá á hljómleikum að þeir séu mjög góðir á hljómleikum og verðugir aðalgestir á hljómleikum.

Deerhunter var í raun að vekja alvöru athygli með Halcyon Digest á árslitum síðasta árs og hin virta vefsíða Pitchfork valdi plötuna 3ju bestu plötu ársins.

Halcyon Digest er samt þriðja breiðskífa þeirra en fyrsta platan „Turn It Up Faggot“, sem hlýtur að vera bönnuð í Kanada, kom út 2005.  „Cryptograms“ kom síðan 2007  og „Microcastle/Weird Era Cont.“ Kom 2008.

Pitchfork hefur reyndar alltaf gefið þeim góða dóma og margir aðrir en Halcyon Digest kom þeim loks í sviðsljósið skæra.

Hljómsveitin var stofnuð í Athens, Georgia  2001 af Bradford Cox og Moses Archuleta (trommur/hljómborð).

Cox hefur nefnt marga áhrifavalda, og af þeim sem ég heyri í tónlistinni er kannski helst Echo & the Bunnymen, Brian Eno og Roxy Music, en einnig 60s popp og sérstaklega frá amerísku ultra poppi og garage poppi.

Lögin eru sum ágætis popplög. Memory Boy vekur fyrst athygli vegna þess að sker sig úr með líflegu poppi ekki ósvipað Bangles.

Revival er líka skemmtilegt popplag í anda Echo & The Bunnymen, örlítið þyngra. Þriðja lagið sem má nefna var fyrsta smáskífan „Helicopters“ sem síjast inn í mann með „vatnstakti“ sem ég hef ekki heyrt lengi.

„Fountain Stairs“ er líka flott Echo lag.

Mér finnst platan alveg ágæt, en féll ekki fyrir henni í fyrra og ekki heldur núna.

6 stjörnur  fyrir nokkur ljúf popplög jafnvel 7 fyrir að vinna á við ítrekaða hlustun. En það verður gaman að sjá hvernig þeir klára konsertinn miðað við allt hólið.

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *