STROKES – ANGLES (2011)

Fjórða stúdíóplata Strokes hefur fengið mjög misjafnar móttökur.

Strokes er amerískt band stofnað 1998 af Julian Casablancas, syni John Casablancas, stofnanda Elite Model samtakanna og danskrar fyrrum módels; Nikolai Fariture, bassaleikara, sem á franskan föður og Rússneska móður, og trommuleikaranum Fabrizio Moretti, sem á Ítalskan föður og Brazilíska móður.  Nick Valensi bættist síðan á gítar en hann á föður frá Túnesíu og móður frá Frakklandi.

Loks kom Albert Hammand Jr í bandið en hann hafði kynnst Julian í betrunarskóla fyrir forríka krakka í Sviss.

Albert Hammond yngri er sonur söngvarans og lagasmiðsins Albert Hammonds, sem samdi meðal annars „It Never Rains In Southern California“, „Free Electric Band“, „I‘m A Train“ og „Down By The River“, sem hann gerði vinsæl, en auk fjölda laga fyrir aðra eins og „The Air That I Breathe“ sem Hollies gerðu vinsælt.

Albert eldri er breskur ættaður, frá Gíbraltar og móðir Alberts yngri er Argentínsk, fyrrum módel!

Besta lýsingin á tónlist þeirra er melódískt bílskúrsrokk.  Þeim var mjög vel tekið strax í byrjun og þeir voru heitasta bandið í Bretlandi áður en fyrsta EP platan þeirra kom út á Rough Trade 2001.

Það varð til þess að að stóru útgáfurnar bitust um útgáfaréttinn upp á gamla mátann, sem RCA vann.

Fyrsta stóra platan kom út sama ár „Is This It“ og var virkilega ferskur blær í tónlistarlífið þá. Á plötunni voru hin ódauðlegu lög „Hard To Explain“ og „Last Nite“ sem voru þess valdandi að ég hef keypt plötur þeirra frá upphafi.

„Room On Fire“ kom út tveimur árum síðar og var betur tekið af pressunni en almenningi. Smáskífurnar „Repilia“ og „12:51“ héldu þeim þó í útvarpsspilun.

„First Impressions Of Earth“ sem kom út í janúar 2006 fékk hins vegar misjafna dóma en góða sölu. Lögin „Juicebox“ og „Heart In A Cage“ voru vinsæl.

Þeir spiluðu mikið á festivölum í kjölfarið en tóku sér síðan nokkurra ára hlé og unnu að sólóplötum og öðru.

Í byrjun árs 2009 stóð til að taka upp plötu sem átti að koma út í lok þess árs en hættu við, þar þeim fannst hún ekki tilbúin. Þeir fóru síðan aftur í stúdíó í byrjun 2010 með Joe Chicarelli, sem endaði víst með ósætti.

Eftir það fóru þeir að taka upp í heimastúdíói Alberts en án Casablancas sem tók sönginn upp annarsstaðar og sendi í e maili!

Margar góðar plötur hafa verið teknar upp við erfiðar aðstæður, allir þekkja sögu plötunnar „Rumours“ frá Fleetwood Mac t.d. en líklega hefðu Strokes átt að reyna að taka plötuna upp í fjórða sinn því það er langt frá því að hún standist væntingar. Aðeins eitt lag stendur upp úr og það er fyrsta smáskífan „Undercover Of Darkness“ sem er ekta Strokes lag.

Platan býrjar ágætlega á Micchu Picchu“ með svona 10cc reggae  Strokes! Og næst kemur „Under Cover Of Darkness“, alveg hreint glimrandi lag. „Two Kinds of Happiness“ hljómar eins og gamalt aukalag frá The Knack (My Sharona), sem er ágætt.

Næstu fjögur lög er best gleymd, en „Gratisfaction“ er skárra, en rétt svo. „Metabolism“ hefði líka verið ágæt uppfylling á góðri plötu og lokalagið er líka svona la la, en það er eina lagið sem Chicarelli tók upp og komst á plötuna.

Það virðist vera að þeir hafi ekki gefið sín bestu lög út, heldur geymt þau til sólóplatna framtíðarinnar.  Og sándið var miklu meira á fyrri plötunum líka.

Ég hef oft kvartað undan stuttum plötum en þó þessi plata sé aðeins 34 mínútur, sem er styttra en margar 12“ í gamla daga, þá má líka segja að hún sé of löng!

Þetta hlýtur að vera síðasta platan þeirra.

4 stjörnur.

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *