KURT VILE – SMOKE RINGS FOR MY HALO (2011)

Ég uppgötvaði þennan dreng í fyrra en þá hafði hann gefið út plötuna „Childish Prodigy“ og mér fannst hann efnilegur með sínar barnalegu Jonathan Richman popp melódíur og hversdags texta sína.

Kurt Vile, sem hann segir að sé skírnarnafn sitt, var reyndar þá þegar búinn að gefa út tvær stórar plötur „Constant Hitmaker“ og „God Is Saying This To You…“ 2008 og 2009 á smámerkjum.

“Strákurinn” er 31 árs á árinu sem þýðir að hann er enginn unglingur eða byrjandi, Beatles voru hættir á þeim aldri!

En hann byrjaði að taka upp 14 ára gamall og að gefa sjálfur út CDR og búa til umslögin sjálfur og selja og gefa á hljómleikum.

Hann fetar í fótspor Amerísku nýbylgjunnar sem kom fram á sjónarsviðið skömmu eftir að hann fæddist, bönd eins og Pixies, Dinosaur Jr etc.

Hann talar sjálfur um áhrif frá Neil Young og Crazy Horse, Tom Petty, Bruce Springsteen, Bob Seger, Fleetwood Mac og Gerry Rafferty. Hann segist líka vera undir áhrifum frá gítarleikaranum John Fahey, sem er ekki slæmt heldur.

Platan sem ég kynntist í fyrra var rokkaðri; meira Crazy Horse, en þessi nýja er mun rólegri og kassagítarlegri. Þegar ég tékkaði fyrst á henni í byrjun síðasta mánaðar varð ég fyrir smá vonbrigðum, ég bjóst við kröftugri og slípaðri plötu kannski.

„Smoke Rings For My Halo“ er hins vegar uppfull af litlum perlum sem venjast vel. „Baby‘s Arms“, „Jesus Fever“ , „On Tour“, titillagið, „Society Is My Friend“ og „In My Time“.

7 stjörnur á leið í átta ….

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *