FOO FIGHTERS – WASTING LIGHT (2011)

Ég hef aldrei pælt í Foo Fighters. Veit ekki nákvæmlega af hverju, kannski vegna þess að þeir eru stadíum popparar – popp boogie band í anda Status Quo og rokk í anda Lemmy og Motorhead en samt svo ofboðslega amerískir. Þéttur takt/riff veggur með gítara, hljómborð, bassa og trommur allt í einu veggsándi! Flott á milljón manna útikonsertum.

Hljómsveitin var stofnuð upp úr ösku Nirvana 1994, en Dave Grohl var trommuleikari bandsins. Fyrsta platan, sem kom út 1995, var reyndar sólóplata Grohls, en fékk til liðs við sig Nate Mendel og William Goldsmith úr Sunny Day Real Estate, og aukameðlim Nirvana, Pat Smear (gítar) til að fylgja plötunni eftir.

Síðan hafa verið tíð mannaskipti, fimm stúdíóplötur í viðbót, tvær safnplötur,  ein live plata, 6 Grammy styttur og miklar vinsældir.

En andstætt Nirvana hefa Foo Fighters aldrei verið KOOL.  Vinsældir þeirra eru hliðstæðari Green Day ef eitthvað er.  Og eins og Status Quo virðast þeir hafa ofsalega gaman af því að vera Rock n Roll, sem er bara gott, og örugglega fínt standa í VIP stúkunni með 6 pack á útikonsert og bara ….

Nú get ég ekkert borið plötuna saman við fyrri plötur. En það sem vakti athygli mína, sem ég hef ekki heyrt áður frá Dave Grohl, það er hvað hann er líkur Adrian Belew úr King Crimson.  Þó svona eins og Status Quo að taka einfalda útgáfu af Rocking All Over The World í stað John Fogerty.

Adrian er þekktur fyrir „fíla-sándið“ sitt, flottir taktar, óvenjuleg raddbeiting öðruvísi popplög. Endilega tékkið á honum annað hvort sóló eða á King Crimson plötunum frá 81-90.

Lögin á plötunni eru alveg ágæt og fyrsta smáskífan „Rope“ kveikti í mér að hlusta á Adrian. Þetta er flott útvarpsvænt rokk. Fyrsta lagið „Bridge Burning“ byrjar með miklum látum eins og flugeldasýning, rokk á fullu og texta með línum eins og „these are my famous last words“ !

Já og Butch Vig prodúserar plötuna 20 árum eftir að hann prodúseraði Nevermind.

„Dear Rosemary“ er amerísk hetjurokk ballaða af klassískri gerð. Þessu lög eru bæði líkleg til vinsælda.  „These Days“ er önnur ballaða þessi í hálfgerðum McCartney stíl. „I Should Have Known“ er líka ballaða með skilaboðum.

„White Limo“ er deathrokk frekur svona tilgerðarlegt og síðan eru nokkur lög sem fara alveg inn um annað og út um allt.

Lokalagið „Walk“ er svakalegt bjartsýnislag með kórnum „I Never Wanna Die“, enda er örugglega gaman að vera Dave Grohl í dag, höfuðpaur einnar vinsælustu hljómsveitar í heimi með gítar um hálsinn syngjandi, semjandi lög. Þessi drengur sem sat á bak við trommurnar í Nirvana og þorði ekki að kynna hinum lögin sín.

Hvað finnst mér um plötuna? Margt jákvætt og flott boogie plata.

7 stjörnur er líklega nokkuð sanngjarnt.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *