EUROVISION SONG CONTEST 2011 (2011)

Það er Eurovision time again!

Oftast hefur mér fundist þjóðin viss um að vinna alla vegar vera ofarlega. En einhvern veginn finnst mér landinn ekki jafn viss nú og oft áður, en flestum finnst lagið okkar auðvitað best samt.

Og eins og ég sagði í fyrra þá hafa flestir skoðun á Eurovision og allir sómakærir Íslendingar afneita Eurovision opinberlega þó við höfum lúmskt gaman af keppninni og þá sérstaklega stigagjöfinni og fyllumst þá feykilegum ættjarðarrembingi sem á ekkert skylt við tónlistina sem fram er borin.

Og eins og Jónatan Garðarsson sagði í viðtali um daginn þá er músíkin alls ekki aðalatriðið, það er framkoman viðmótið showið!

Og samsæriskenningarnareru ótrúlegar, hvort sem eitthvað er til í þeim eða ekki.

Að mínu mati hefur okkur gengið ótrúlega vel í keppninni. Tvisar sinnum í 2. Sæti er meira en margar þjóðir geta státað af.

Keppnin í ár er ekki sú versta það má alveg nefna 3-4 sæmileg lög.

Ég ákvað að hlusta á lögin og flokka þau í þrjá flokka: Gott, Sæmilegt og Vont.

Ef við skoðum fyrri undan keppnina er mitt mat svona:

Þrjú lög er í Góða flokknum: Paradise Oskar frá Finnlandi, Sjonni‘s friends frá Íslandi og Anna Rossinelli frá Sviss

Í Sæmilega flokknum eru 7 lög: Noregur, Armenía, Tyrkland, Serbía, Króatía, Ungverjalandog Aserbædjan.

Hin eru hreinlega vond!

Í seinni undankeppninni kom þetta svona út:

Í góðaflokknum eru önnur þrjú lög: Eric Saade frá Svíþjóð, Hotel FM frá Rúmeníu og A Friend In London frá Danmörku.

Sæmilegu lögin eru 5: Bosnía og Herzegóvína, Írland, Lettland, Hvítarússland og Slóvenía

Og hin eru vond.

Og af lögum stóru landanna er tvö góð og hin þrjú sæmileg. Góðu lögin eru frá Þýskalandi og Spáni.

Bestu lögin að mínu mati eru frá Danmörku A New Tomorrow með A Friend From London og frá Þýskalandi Taken By Stranger með Lenu.

Ég held að lagið Popular frá Svíþjóð sé hins vegar líklegast til að vinna, mér finnst að Danmörk geti unnið, Bretland getur komið á óvart, austantjaldstónlist er svo óspennandi í mínum eyrum en hún hefur oft verið að vinna upp á síðkastið en þá kemur það ekkert tónlistinni við að mínum smekk! Reyndar nefni ég 10 austur evrópsk lög sem sæmileg og eitt í góða flokkinn, Rúmeníu.

Í fyrra vildi ég sjá Þýskaland vinna!

Ég er sammála Páli Óskari um að Ísland fari ekki upp úr riðlinum. Lagið hans Sjonna sem keppti árið áður Waterslide var miklu betra. Þetta er væmið og að setja sorg og minningu manns á þessa vogaskál má deila um, ég er ekki hrifinn af því.

Ef hins vera fleiri eru sammála mér um að þetta sé eitt af þremur bestu lögunum í fyrri undankeppninni þá gera ég ekki ráð fyrir mörgum stigum í lokakeppninni heldur. Þeir eru að mínu mati 6 betri lög, þó að aldrei sé haægt að segja til um Eurovision.

Gæði Eurovision plötunnar?

Oft verið verra, vorboðinn ljúfur, gott sjónvarpsefni, mikil stemmning og fullt af partíum.

Það má alveg gefa svona 4-5 stjörnur fyrir sögulegt gildi.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *