JÓHANN G LOKSINS MEÐ NÝJA PLÖTU

Jóhann GKomin er út fjórða sólóplata Jóhanns G. Jóhannssonar „Á langri leið“.

Á plötunni eru 10 lög sem ekki hafa komið út áður og syngur Jóhann sjálfur öll lögin á plötunni en Regína Ósk er til aðstoðar í röddum. Vinnsla plötunnar hófst í maí á þessu ári og hafði Pétur Hjaltested yfirumsjón með gerð hennar. Fyrsta plata Jóhanns var Langspil, en hann var m.a. meðlimur í Óðmönnum og Náttúru.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *