VACCINES – WHAT DID YOU EXPECT FROM THE VACCINES? (2011)

Ég bjóst ekki við neinu! En VÁ …. þetta er ein af betri plötum ársins! Og allavega ein besta fyrsta plata í langan tíma!

Kraftur, æska, melodíur, ferskt, flottir textar, flottir kórusar, flott sánd, fjölbreytt lög, spenna og undir flottum áhrifum!

Þetta enska band var stofnað í júní í fyrra í London af Justin Young, sem hafði spilað indie folk undir nafninu Jay Jay Pistolet, Árna Hjörvar, ungum íslendingi á bassa, Freddie Cowan, yngri bróðir Toms í The Horrors á gítar og trommuleikaranum Pete Robertson.

Eftir að hafa vakið athygli með kynningarplötu með laginu „If You Wanna“ fóru þeir að spila og vöktu strax athygli í bransanum. Fyrsta smáskífan Wrecking Bar var hælt í Q, þeir komust strax í BBC live, og spiluðu í rómuðum þætti Jools Holland í BBC sjónvarpinu.

Columbia keypti þá á samning og gáfu út „Post Break Up Sex“ annað flott popplag með tvíræðum texta.

Plötuútgáfunni var flýtt um viku til þess að rekast ekki á við plötu Strokes!?  Þeim hefur verið líkt við The Jesus and Mary Chain og The Ramones, en lýsa tónlist sinni sjálfir sem ’50s rock ‘n’ roll, ’60s garage and girl groups, ’70s punk, ’80s American hardcore, C86 and good pop music.

Það er varla veikur punktur á þessari plötu. Hún byrjar á Wreckin‘ Bar (Ra Ra Ra) , Ramones áhrif á fullu Gabba Gabba Hey! Og ýmsir aðrir, allt of stutt reyndar, en í stíl pönksins, flottur gítar – flott bergmálssánd, 50‘s 60s!

„If You Wanna“ er með hreint brilliant texta og að mínu mati besta lag ársins. Þetta lag bindur saman Strokes, Eddie Cochran, ekta bítl, nýbylgju pönk nefndu það bara. Flott noise.

„A Lack Of Understanding“  er ósköp venjulegt popplag sem þeir gera að flottu noise-i – minnir á 50s lög með Roy Orbison og Rick Nelson fært í nettan pönk búning – hreint yndislegt! „I‘ve got too much time on my time on my hand, you don´t understand“

„Blow It Up“ er lagið sem aðdáendur syngja á hljómleikum, blow blow it up blow it up blow it blow it up…. þetta er konsertlag . Svona ekta þjóðhátíðarlag!

„Wetsuit“ er allt öðruvísu lag. Minnir pínulítið á Smiths og Morrissey en líka á Phil Spector og smá Þjóðlagarokk feelingur. Trommurnar leyna á sér.

Norgaard er Beach Boys – Ramones lagið!

Post Break Up Sex er ekta 50s popp! Hreint og klárt klassa popp … Minnir lúmskt á Bítlavinafélagið og Sixties….. J

Under Your Thumb …. venst vel Eleanor …. minnir á Franz Ferdinand og Strokes…. bara betra

All In White er nýja smáskífan og að mínu mati slakasta lagið en samt . Bassinn aðalatriðið auk söngsins.

Wolf Pack – Smiths all over again venst flott konsert lag

Family Friend er lika svona seiðandi Beach Boys lag sem venst „you wanna get young but youre just getting older“ – það er svo mikið að flottum línum í textunum sem ég á eftir að skoða.

Og svo er leynilagið …..  píanó laid back demosánd – smá Queen Freddie Mercury feelingum.

Ef þessir strákar ná að fylgja þessar plötu eftir þá erum við að tala um Major popp band  framtíðarinnar.

9 stjörnur punktur og basta – Ég elska þessu plötu og hlakka til að sjá þá á hljómleikum!

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *