GLEÐIBANKINN – 25 ÁR í EUROVISION: 64 LÖG á 3 GEISLAPLÖTUM (2011)

Í kjölfar Eurovision 2011 plötunnar var gefin út þreföld safnplata með öllum 24 íslensku lögunum sem hafa farið í keppnina á þessum 25 árum síðan Gleðibankinn fór og öllum að óvörum sigraði ekki.

Hér eru lögin í röð eftir árum bara nokkuð gaman að rifja þetta upp. Flest laganna hafa haldið vinsældum eins og Gleðibankinn, Eitt lag enn, Draumur um Nínu, Sókrates (Þú og þeir) og Is It True?

Önnur eru síðan fræg að endemum en það gerir Eurovision nú bara skemmtilegra.

Og lagið hennar Silvíu Nóttar hefði mátt vera í fyrri flokknum því það er eitt besta lagið sem við höfum sent  ásamt Sókrates.

Nú en þetta er bara á fyrstu plötunni. Á hinum tveimur eru síðan ýmis framlög í íslensku keppnina sem mörg hafa verið lífseigari en sjálf aðalframlögin.

Hver man ekki eftir Ég lifi í draumi með Bjögga, Karen með Bjarna Ara, Lífið er lag með Módel, Lífsdansinn með Bjögga og Ernu Gunnars, Sólarsambó með Magga Kjartans, Línudans með Mannakorn og Waterslide með Sjonna Brink?

Og svo eru 5 laganna úr keppninni í ár.  Þetta er fínt í bílinn og Eurovision partí framtíðarinnar.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Plötufréttir, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *