SJÓMENN ÍSLENSKIR ERUM VIÐ: 60 VINSÆL SJÓMANNALÖG (2011)

Sjómannadagurinn er á sunnudaginn og því vel við hæfi að rifja upp gömul og góð sjómannalög.

Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur um allt land og hefur verið að vaxa undanfarin ár, sérstaklega úti á Granda í Reykjavík.

Það var þó meiri hefð hér áður fyrr að gefa út sjómannalög. Líklega var það vegna þess að einn vinsælasti útvarpsþátturinn á Gömlu Gufunni var þáttur sem hét „Óskalög sjómanna“ sem hóf gögnu sína í október 1956 eftir að áhöfnin á Júlí hafði sent útvarpi bréf með ósk um að sjómenn gætu sent ástvinum sínum kveður í gegnum útvarpið.

Mikil gróska var í sjómannalögum í lok sjötta áratugarins og á sjöunda áratugnum. Allt á floti allstaðar með Skapta Ólafssyni dugði til að gera hann ódauðlegan, Eins kaldi úr Eyjunum og Saga farmannsins gerðu það sama fyrir Óðin Valdimarsson, Síldarvalsinn með Sigurði Ólafssyni, Í landhelginni (12 mílur) með Hauki Morthens, Kokkur á kútter frá Sandi með Ragga Bjarna og Hvítu mávar með Helenu Eyjólfs eru perlur íslenskra tónlistarsögu frá sjötta árattugnum.

Á sjöunda áratugnum kom Þorvaldur Halldórsson og sló í gegn með lögin Á sjó og Ég er sjóari og sigli um höf. Rúnar Gunnarsson sló í gegn með Dátum með lagið um Gvend á Eyrinni og síðar með Sextett Ólafs Gauks með Ship ohoj. Raggi Bjarna kom með Föðurbæn sjómannsins, Vertu sæl mey og Úti í Hamborg, og í þjóðlagastílnum komu Savanna tríóið með Suðurnesjamenn og Jónas Árnaon með Jón var kræfur karl og hraustur.

Síðan má nefna seinni tíma perlur á borð við Brunaliðið og lagið Ég er á leiðinni, Gylfi Ægis og Áhöfnin með Stolt siglir fleygið mitt, Þorgeir Ástvalds með lagið Ég fer í fríið, Kvöldsigling með Labba í Glóru, og seinni tíma útgáfur af Úti á sjó og Suður um höfin með KK og Magga Eiríks. Síðasta sjóferðin með Brimkló og mörg fleiri frábær lög.

60 lög er góður slatti fullt af góðum lögum bæði orginölum og kóverútgáfum seinni tíma með t.d. Hjaltalín og Heiðurspiltum.

Alltaf gaman af svona útgáfum. Það er reyndar enginn bók með texta sem fylgir en upplýsingarnar eru pottþéttar, lagahöfundar og útgáfuár (leyfisár).

8 stjörnur

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Plötufréttir, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *