RUMER – SEASONS OF MY SOUL (2010)

Pakistanska söngkonan Rumer vakti athygli í fyrra fyrir þessa fyrstu plötu sína og þá athygli sem hún fékk frá Elton John, Jools Holland og Burt Bacharach sérstaklega.

Hún er með þessa ekta Bacharach rödd sem fellur vel að lögum í þeim stíl.

Stúlkan heitir reyndar Sarah Joyce og er fædd 1979 í Islamabad, yngst sjö barna, en framhjáhaldsbarn. Hún fékk tvær tilnefningar til Brit verðlaunanna í byrjun ársins en fyrsta platan hennar kom út í fyrra.

Hún hafði verið í nokkum böndum áður m.a. La Honda (sem Sarah Prentice), og stofnaði síðan Rumer & The Denials 2004 sem gaf út smáskífu 2007, en plata með efni frá 2007 var gefin út í Suður Kóreu 2010 undir nafninu Sarah Joyce og heitir Coffee And Honey.

Seasons of my Soul kom út í nóvember og rauk upp sölulista Amazon.co.uk löngu áður en hún kom út á forsölu og væntingum vegna laganna Slow og Aretha sem höfðu komið út á smáskífum, sem höfðu þó alls ekki slegið í gegn á bresku listunum, Slow komist hæst í no 16.

Burt Bacharach, bauð henni í heimsókn til sín svo hann gæti heyrt hana syngja og hefur samið nokkur lög fyrir hana í kjölfarið. Og í desember kom út EP platan Rumer Sings Bacharach at Christmas með lögum eftir Bacharach.

Þetta er svona fullorðins konuplata. Seiðandi, vel sungin með látlausum litlausum lögum sem hljóma perfekt á bak við skvaldur klingjandi kampavíns og hvítvínsglös.

Am I Forgiven og Goodbye Girl er tvær smáskífur af plötunni í viðbót sem hljóma alveg ágætlega.

Henni hefur líka verið líkt við Karen Carpenter líka.

Röddin er alveg ágæt, en þegar þú hefur heyrt hana syngja gömul Bacharach lög fellur gengi sólóplötunnar nokkuð, því lögin sjálf standast ekki þann samanburð.

Hún ætti kannski að gera plötu með þekktum Bacharach lögum,  eða bara nýjum Bacharach lögum. Ef Jón Ólafs er með Ikea rödd þá er Rumer með Habitat rödd kannski.

5 stjörnur

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *