AFROCUBISM – AFROCUBISM (2010)

Þegar Ry Cooder fór af stað til Kúbu til að gera plötu með þarlendum músíköntum sem áttu að kunna á sálina í Kúbverskri músík. Stóð til að vera með músíkanta frá Malí í Afríku og spyrða saman menningarheima tónlistarinnar.

Eitt og annað breyttist, Malí músíkantarnir komu ekki – eða komust ekki, fengu ekki vegabréfsáritun eð eitthvað, og ýmsir sem Cooder hafði í huga mættu ekki af ýmsum ástæðum, veikir, dauðir eða fullir, en úr varð samt ein best heimstónlistarplata allra tíma: Buena Vista Social Club.

Nú, fjórtán árum síðar, kemur út plata með Kúbverskum og Malíum(?), en því miður líklega af litlu leyti þeim sem upphaflega áttu að vera með, þar sem margir þeirra hafa fallið frá.

En hugmyndin að spyrða saman tónlistararfleifð þessara tveggja sérstöku músíkhefða er reyndin á AfroCubism.

Orðstýr nokkurra meðlima hefur náð til hins vestræna tónlistarheims áður. Þar má nefna Eliasdes Ochoa, gítarleikara og söngvara, Kúbverja sem spilaði nokkra rullu í Buena Vistas, og Toumani Diabaté, Malía sem spilar á Kora sem er 21 strengja hljóðfæri og hefur getið sér gott orð með t.d. Ali Farka Toure.

Músíkin blandast nokkuð, slagverksspilið er ekki svo ólíkt milli þjóðanna, kassagítarsándið er frá Kúbu, rafmagnsgítarinn frá Malí, blásarar spila nokkuð Kúbverskt, án þess að ég þykist þekkja þetta nóg.

Það voru ekki nema tvær heimstónlistarplötur sem vöktu athygli mína í fyrra. Í fyrsta lagi var það svarta blús hillbilly tríóið Carolina Chocolate Drops sem náð inn í topp 50 hjá mér, og síðan AfroCubism sem var í kringum 100 sætið.

En bræðingur sem þessi hefur oft tekist betur, og t.d. gerði Paul Simon mun merkilegri hluti á Graceland og Rhythm of the Saints, þar sem hann kynnti t.d. takta Afríku í bassaleik og rafmagnsgítarleik á Graceland og sveiflu Suður Ameríku á Saints.

Því miður eru lögin á AfroCubism ekki sterk. Þeir taka Guantanamera, sem við kölluðum Blandaðu meira í íslenskri “þýðingu” og var vinsælt á sjöunda áratugnum með Sandpipers líka, er lokalagið á plötunni en riffið og kórinn, má finna í nokkuð mörgum laganna sem hljóma mörg eins og afbrigði af því!

En andinn í plötunni er góður, spilamennskan og söngurinn líka góður, en þetta hefði getað verið miklu merkilegra með ævintýralegum upptökustjóra, t.d. Ry Cooder, Daniel Lanois, David Byrne eða Brian Eno.

Það verður örugglega fín sveifla í Hörpunni, með exótískum hljóðfærum Kora, Balafon, Ngoni, guiro, trompetum, fiðlu, kassagíturum, ásláttarhljóðfærum, bassagítar og rafmagnsgítar.

Jarabi, Karemo, Mali Cuba og Para los Pinares se va Montoro  eru bestu lögin.

Millarnir gætu tileinkað sér eitthvað úr þessu, t.d. skemmtilegan rafmagnsgítarleik, kora bassa taktinn eða balafon timbur xylofóninn.

6 stjörnur

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *