EGÓ – 6.OKTÓBER (2009)

EgoBubbi kann að búa til plötur. Og þá meina ég góður plötur sem lifa í tónlistarsögu landsins, fólkið kaupir plöturnar, útvarpsstöðvarnar spila þau og fólk sækir hljómleika hans jafnvel betur nú en fyrir 30 árum þegar Ísbjarnarblúsinn var að koma út en þá var þó nokkur spenna í kringum þennan unga reiða gúanórokkara/farandverkamann og söngvara.

Meirihluti laganna á Nýju plötunni eru útvarpsvæn, vel samin popplög í rokkútsetningu. Platan er að auki heilsteypt, sérstaklega í sándi. Útsetningarnar er góðar og einfaldar rokkútsetningar með gítarleik Begga bróður í forgrunni og alltaf einhverjar góðar fléttur, og riff, sem minna stundum á önnur lög, sem er ekki leitt að heyra leikið með eins og „Shakin‘ All Over“ (Gene Vincent/Who) og „Breathe“ (Pink Floyd), eflaust alveg óvart.

Fjögur laganna hafa þegar fengið mikla spilun og verið „gefin út“ á netinu sem SD (smádiskur?), það er lögin „Fallegi lúserinn minn“, „Í hjarta mér“, „Ástin ert þú á litinn“ og „Engill ræður för“, enda allt grípandi lög.

Eflaust koma lögin „Vonin er vinan mín“ og „Hrunið“ út á SD líka.

Bubbi hefur alltaf samið um samtímann eins og hann birtist honum hverju sinni.

Þrátt fyrir nafn plötunnar er aðalyrkisefnið ástin, en lögin „Að elska er að finna til“, „Í hjarta mér“, „Hvenær sem er“, „Ástin ert þú á litinn“ og „Áður en dagarnir hverfa“, á einn eða annan máta.

Þjóðfélagsástandið birtist í lögum eins og „Hrunið“, „6. Október“ (lagið er eftir Jakob Smára, enda smá Stranglers keimur af því J) og „Vonin er vinan mín“ og eru öll sterkar og góðar ádeilur.

„Aldan (Gerði mitt besta)“, „Fallegi lúserinn minn“ og „Engill ræður för“ eru meira svona mannlífslýsingar eins Bubba er lagið og eins og við viljum hafa hann.

Vinsældir Bubba Morthens eru engin tilviljun og „6. Október“ er klassa plata, sem Bubbi og Egó geta verið stoltir af.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *