ROBBIE ROBERTSON – HOW TO BECOME CLAIRVOYANT (2011)

Robbie Robertson er þekktastur sem forsprakki, gítarleikari og lagasmiður The Band sem sló í gegn með fyrstu breiðskífu sinni Music From The Big Pink og laginu The Weight.

Í kjölfarið kom breiðskífan The Band, ein besta plata poppsöhunnar með lögum eins The Night They Drove Old Dixie Down, Rag Mama Rag og Up On Cripple Creek.

Músíkmyndin The Last Waltz sem Martin Scorcese leikstýrði er líklega ein af 5 bestu músúkmyndum poppsögunnar, en hún var tekin að mestu á lokatónleikum The Band, þegar Robbie hætti.

Sólóferill Robbie hefur mjög slitróttur. Aðeins fimm sólóplötur á 35 árum, reyndar allar meistaraverk hver á sinn hátt og allar mjög ólíkar.

Reyndar hefur hann komið nálægt 22 kvikmyndum bæði sem lagasmiður, flytjandi eða með umsjón með músík.

Fyrsta sólóplatan, sem kom út 1987, 11 árum eftir að hann hætti í The Band, naut mikillar hylli og gerir enn. Þar er t.d. lagið „Somewhere Down The Crazy River“ sem Baggalútur gerði að Leppalúða af einhverjum brengluðum og óútskýrðum ástæðum. „Shadow At Big Sky“ og „Sonny Got Caught In The Moonlight“. Meðal gesta voru U2 og Peter Gabriel og prodúsent Daniel Lanois.

Fjögur ár voru í næstu plötu, „Storyville“ sem var bara skuggi af fyrstu plötunni, en „Music For the Native Americans“ 1994, sem var í raun kvikmyndaplata um frumbyggja Ameríku, en móðir hans var Mohawk indíaní (og pabbui hans gyðingur), var hreint afbragð.

1998 kom „Contact From The Underworld Of Redboy“, þar sem voru alls kyns vel heppnað músíktilraunir.

Clairvoyant byrjaði sem samstarfsverkefni Robbie og Eric Clapton með Steve Winwood innanborð. Því miður æxlaðist það ekki í þá átt um síðir, því það hefði verið forvitnilegt eftir öll þessi ár.

Eric Clapton átti þann draum að gangi í The Band, en stofnaði þess í stað Blind Faith með Steve Winwood sem átti að feta í sömu fótspor og The Band.

En í staðinn er hér ein besta plata Robbie hvort sem við erum að tala um sóló eða The Band.

Clapton og Robbie sömdu nokkur lög saman fyrir plötuna „Fear Of Falling“ sem í útgáfunni á Deluxe utgáfunni er sungið af Eric, og „Won‘t Be Back“. Clapton samdi einn „Madame X“  instrumental lag sem er líka í Clapton útgáfu á Deluxe útgáfunni.

Lögin sem heilla mig fyrst eru „The Right Mistake“ – er til flottari titill?, „He Don‘t Live Here No More“, „When The Night Was Young“, „Fear Of Falling“ og „This Is Where I Get Off“.

Textarnir er perlur. Hvernig hann leikur sér af orðum, áherslum og mynlíkingum þekkja flestir sem hafa fylgst með ferlinum og honum er ekkert að förlast þar þó hann sé kominn á eftirlauna aldurinn, en hann verður 68 ára nú 5. Júlí.

Þess má líka geta að sögurnar sem hann segir nú eru sumar um hann sjálfan um það þegar hann hætti í Bandinu og þegar hann var með Edie Sedgewick úr sögufrægri Andy Warhol klíkunni.

Gítarleikurinn, bæði hjá Robbie og Eric, orgelið hjá Steve, bassaleikurinn hjá Pino Palladino og allur annar hljóðfæraleikur er eyrnakonfekt. Ég hefði þó viljað heyra meira í Eric og Steve í bakröddunum í stað kvenraddanna sem er kannski það eina sem ég hefði prodúserað öðruvísi. Stemmningin hefur kreist fram löngu gleymt bros þessa vikuna. Og ég mæli með Deluxe útgáfunni, því aukalögin eru frábær.

10 stjörnur – meistaraverk

Og neðanmáls má geta þess að þetta er það besta sem ég hef heyrt frá Clapton í milljón ár. Vonandi fær hann að gera plötu Robbie, Steve og Jeff Beck næst!

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *