SKÁLMÖLD – BALDUR (2011) 9 stjörnur

Frumburður Skálmaldar, „Baldur“, er það sem í gamla daga hefði verið kallað rokk ópera: Platan fjallar um samnefndan víking sem missir fjölskyldu sína, búpening, eignir og jarðir í árás á búgarð sinn. Við fylgjum honum síðan í gegnum hefnd og dauða og jafnvel til Valhallar.

Hér er ekki um þjóðsögu að ræða en sagan er byggð á Íslendingasögunum og norrænum sögum og þjóðsögum. En þetta gæti eins verið dulbúin saga síðustu ára í sögu Íslands. Margir Íslendingar hafa misst fjölskyldu sína, vinnu, heimili, sparnað, og jafnvel æru og líf sitt, frá falli  Íslands 2008 þó fáir vilji viðurkenna það.

En það er búið að bjarga ríkisrekstrinum, bönkunum, enginn útrásarvíkingur í fangelsi, enginn ráðherra og þingmenn í fangelsi, úgerðarvíkningar ekki kærðir fyrir peningaþvætti, en almenningur skattlagður, atvinnuleysi tryggt og spilling landlæg, en bara leyfð fyrir stjórnarsinnar og þá sem ekki má snerta. Og skilanefndir lifa góða lífa og tryggja vini og vandamenna. En er það ekki klassískt íslensk saga.

Það eru 10 lög á plötunni (við erum að fjalla um plötu en ekki pólitík )

Platan hefst á laginu „Heima“ sem er flutt sem ríma og kórlag með karlakórnum Stefni (sem Gunnar Ben stjórnar) sem flytur inngang sögunnar. „Árás“ tekur við með  kröftugu þungarokki, gíturunum og drifið af bassa og trommum, og Böbbi, söngvari, þenur raddböndin án tillits til afleiðinga. Og í kjölfarið komu óvenjulegar raddir og gítarsóló.

Kórsöngur hljómsveitarinnar er nýttur í laginu „Sorg“. Ljóðrænt en samt rokkað. Sagan heldur áfram í „Upprisa“, hratt og grimmt með millikafla sem minnir á Þursaflokkinn, kirkjuorgel-sánd, kröftugur gítar, og kór. Magnað lag.

Það má segja að „För“ sé death metal pop punk lagJ En flott gítarlag engu að síður. Í kjölfarið kemur lagbúturinn „Draumur“ sem er hluti að rokk óperunni með barnsgráti og sérstökum hljóðum sem tengja söguþráðinn og gera plötuna heilsteypta.

„Kvaðning“ er hápunktur plötunnar, magnum opus. Miðaldaflautuspil og þjóðlagastemmning sem er byggt upp með rokki á sama anda og „Stairway To Heaven“ (Led Zeppelin). Gítarinn er melódískur, minnir jafnvel á Dire Straits, Fairport Convention og Stackridge. Já, og augljós áhrif eins og Europe og Iron Maiden eru út um allt. En burt séð frá því, þá er hér magnað lag sem á eftir að fylgja þeim um alla tíð.

Böbbi og Aðalbjörn Tryggvason, söngvari Sólstafa, grenja á móti hvor öðrum í laginu „Hefnd“  með grenjandi gítara allt um hring. Í kjölfarið kemur „Dauði“, miðalda fólk ballaða sem breytist í grenjandi gítara og pönkaðan trommuleik áður en miðalda þjóðlagið tekur yfir aftur. Lokalagið er „Valhöll“ , allir dauðir, komnir í rólegheitin. Melódískt, með góðri útsetning. Gott lokalag rokkóperunnar.

„Baldur“ er líklega besta þungarokksplata sem gerð hefur verið á Íslandi. Skálmöld byggir á reynslu, þekkingu og gáfum til að gera sérstaka plötu með góðum söguþræði. Góðir, vel samdir textar, tónlist byggð á reynslu úr margvíslegri tónlist. Þeir kunna líka að skapa kunnuglegt bros byggt á þekkingu.

Þetta er ekki aðeins besta íslenska þungarokksplatan sem ég hef heyrt á árinu, hún líklega ein af bestu Íslensku plötum ársins, þrátt fyrir það að ég þoli ekki barkasöng!

9 stjörnur

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

One Response to SKÁLMÖLD – BALDUR (2011) 9 stjörnur

  1. JB says:

    *Gunnar Ben (ekki Dan).
    ** BöBBi og Aðalbjörn Tryggvason…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *