DEATH CAB FOR CUTIE – CODES AND KEYS (2011) 6 stjörnur

Death Cab For Cutie er orðið 15 ára gamalt band með 6 breiðskífur að baki, 5 EP plötur, demo teip, stafrænt album (netplötu), 15 smáskífur, 9 myndbönd og 2 hljómleikamyndbönd.

Þetta ameríska band var stofnað í háskóla í Washington í USA 1997 eftir að stofnandinn og lagasmiðurinn og söngvarinn Ben Gibbard hafði gefið út sólóplötu undir nafninu Death Cab for Cutie, en heitið fékk hann að láni úr lagin hjá Bonzo Dog Doo Dah Band, sem var notað í sjónvarpsmynd Bítlanna Magical Mystery Tour.

Drengirnir haf nú aldrei náð neinum mega vinsældum, litlu plöturnar rétt sýnt sig á listum, reyndar gert það gott á háskólalistum og ennþá efnilegir eftir allan þennan tíma.

Þeir hafa þó náð þeim árangri að koma lögum sínum í sjónvarpsþætti sem þykir merkilegt í dag að því er virðist.

Eftir þrjár plötur fengu þeir samning við risann Atlantic og meira athygli þegar platan Plans kom út 2005. Hún var tilnefnd til Grammy verðlauna og seldist vel sem þýðir Platinum platta í hús.

Eitthvað dalaði með næstu plötu sem fékk bara Gull platta fyrir Narrow Stairs.

Nokkrar væntingar hafa verið til nýju plötunnar sem kom út í lok maí. Ég hlustaði þar af leiðandi á þá strax og náði í plötuna á netinu. Ég heyrði líka af innanhúss áhuga á plötunni hér í Efstaleitinu, en samt hef ég alveg misst af þeim í útvarpinu þó ég hlusti við flest tækifæri, það er alltaf verið að prómótera einhverju íslensku (mjög misgóðu) efni til að auglýsa hljómleika eða eitthvað þessháttar, eða til að búa til lifandi útvarpi með viðtölum, en því miður ekki alltaf góðu tónlistarlegu útvarpi. Mér finnst vinsældalistinn og Rokkland vera orðið besta efnið!

Codes And Keys er alveg ágætis plata, átakalaust popp, átaklausar útsetningar, en góðar þó, fínn metroman söngur, sem minnir á Jon Anderson og lögin minna mörg á Yes líka. Annað band sem kom upp í hugann var Suede. Ekki alveg mín deild þó að Yes hafi oft átt góða spretti á fyrstu 4 plötum sínum.

Ég er ekki alveg að sjá þessa músík vera að gera stórt í dag. Það er svo mikið af meira spennandi tónlist, betri útvarpsmúsík og þó að sé ekkert að því að hlusta á heila plötu með þeim þá fékk hún ekki til að eyða tíma í fyrri plötur þeirra nema nokkur lög sem ég átti í tölvunni.

Bestu lögin eru You Are A Tourist sem er bara fínt útvarpsvænt popplag, og fyrsta smáskífan og minnir á Yes og síðan Home Is A Fire sem minnir á Suede og síðan Portable Television og Stay Young Go Dancing sem er skemmtilega hrá og hljóma ágætlega á meðan maður er að gera eitthvað annað en að hlusta svona eins og að hlusta á America eða Brimkló.

Sem sagt fín plata, kannski fyrir ofan meðallag og alveg útgáfuhæft. Ef þú átt nóg af peningum er allt í lagi að kaupa.

Ég ætla að gefa henni 6 stjörnur.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *