BUBBI – ÉG TRÚI Á ÞIG (2011) 10 stjörnur

Bubbi Morthens er farsælasti tónlistarmaður Íslands. Hann hefur notið fádæma vinsældi. Hann hefur samið ógrynni góðra laga. Og textar hans hafa snert flesta, vakið upp umræður og verið umdeildir. Og hann hefur ætíð verið einlægur og sjálfur sér trúr.

Hann hefur gefið út mikið af plötum bæði undir eigin nafni og með hljómsveitum og stök verkefni með öðrum. Og honum hefur undantekningarlítið allt gengið vel.

Hann hefur án efa átt eitt af vinsældustu lögum hvers einasta árs allt frá því hann gaf út „Ísbjarnarblús“.

Á nýjustu plötu sinni, Ég trúi á þig, reynir Bubbi við soul tónlistina og ferst honum það vel.

Hann segir sjálfur að Amy Winehouse hafa kveikt áhugann. Ekki kæmi mér á óvart þó að hvatinn hafi alveg eins verið orð Bob Dylans þegar hann sagðist hafa samið Just Like A Woman fyrir Otis Redding. Allavega tók Bubbi það lag í Otis Redding útsetningu á Dylan tribute konsertinum.

Soulið fellur vel að rödd Bubba og Bubbi vel að soulinu. Hins vegar er þetta hans tilbrigði við soul og þarna er líka reggae músik, Motown músík, blús, Stax sándið, Isaac Hayes og bara venjuleg Bubbamúsik sem blandast saman í klassískt Bubba sánd.

Hann talaði um að fara úr sínu  comfort zone-i“, en þetta er líka hans „comfort zone“ því hann kann upphaflegu lögin, hefur alltaf þekkt Otis, Cooke, Marvin Gaye og gamla sixties músík og hefur leynt og ljós fiktað við formið fyrr.

Og Sólskuggarnir kunna líka söguna utanbókar, þó þeir hafi kannski lært hana síðar.

Og saman samt ná þeir að gera trúverðuga plötu og þægilega (comfortable).

Sól, Ísabella og Blik þinna augna hafa mikið verið spiluð í útvarpi og náð fyrsta sætinu á vinsældarlista Rásar 2 og er ekta Bubbalög. Það eiga eflaust eftir að bætast við 2-3 lög í þann hóp fyrir haustið. Bubbi leikur sér líka með orðið sól/soul því sólin er yrkisefni með ástinni og tíðarandananum.  Háskaleikur, sem hann syngur með dóttur sinni Grétu, og flottu gítarpikki sem minnir mig á gamla 60s slagarann The End Of The World sem Skeeter Davis og Herman‘s Hermits gerðu vinsælt, og Slappaðu af verða örugglega sett í spilun fljótlega. Og auðvitað heyri ég fullt af fyrirmyndum af lögunum og soulhetjurnar svífa yfir, Otis, Sam, Isaac, Sam Cooke, Wailers, Motown Bandið, James Brown brassið og meira að segja Robbie Robertson í lokalaginu.

Sólskuggarnir virðist hafa gott vald á forminu og ekki skaðar af hafa hana Kristjönu Stefáns í bakröddum.

Ég er nokkuð sammála að þetta sé ein af vörðunum á ferlinum en þó ég sé ekki tilbúinn að setja hana í fremstu röðina strax.

En ekki spurning, ein af bestu plötum ársins þegar köllum upp á sviðið í lok ársins.

10 stjörnur


 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *