NOAH & THE WHALE – LAST NIGHT ON EARTH (2011) 7 stjörnur

Bandið er stofnað 2006 í Twickenham London, sem Indie Folk band og voru bæði Emmy The Great og Laura Marling meðlimir í bandinu í byrjun. Fyrsta platan Peaceful The World Lays Me Down var efnileg folk band plata sem gaf væntingar.

Folk áhrifin minnkuð á The First Days Of Spring út ári síðar í ágúst 2009.  Platan var efnileg en gaf ekki endilega vísbendingu um framfarir eða glæsta framtíð. Mun slakari plata.

Það var verið að líkja þeim við Belle & Sebastian, Neutral Milk Hotel og Bonnie Prince Billy á þessum tíma.

Nýja platan Last Night On Earth er síðan hreinræktuð ensk poppplata.

Áhrifin koma frá Kinks, Boomtown Rats, Undertones, Roxy Music og fullt af 80s new wave rokk böndum. Auk þess má nefna Velvet Underground og Lou Reed og Talking Heads. Sem sagt melódískt popp með góðum textum, skýrum enskum framburði og ákveðnum enskum karakter.

Fyrstu þrjú lögin á plötunni grípa mann fyrst Life Goes On ber sterkan keim af Lola með Kinks en er samt sér á báti. Life Is Life er mjög sterkt popp lag og Tonights The Night er líka fullt af áhrifum.

Flottir sögutextar, góðar sýndarmyndir, nett músík, enskur personal flutningur, en er þetta „it“?  Væri ekki bara lag að hlusta á nýju Bob Geldolf plötuna sem er betri þó enginn viti að hún hafi komið út til dæmis?

Annars er þetta ágætis plata, full af góðum persónulegum textum, og ágætis lögum.

7 stjörnur frá mér sem þýðir að hún teljist góð plata þó ég sé ekki tilbúinn að kaupa hana.

Ef ég ætti ekki allar Kinks plöturnar og mest allt með Bob Geldof og Boomtown Rats og Velvet Underground  vælri kannski pláss fyrir Noah & The Whale 🙂

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *