MEGAS – (HUGBOÐ UM) VANDRÆÐI (2011) 9 stjörnur

Ferill Megasar spannar nú orðið 39 ár og mér telst til að þetta sé 21. stúdíóplatan hans. Í bókinni 100 bestu plötur Íslandssögunnar eru sex af þessum plötum á topp 100, í 3ja sæti, 25., 29, 45, 55, og 73. sæti  auk einnar hljómleikaplötu í 67. sæti. Auk þess voru einar 5 á topp 200 í viðbót. Og ég held að hann eigi flestar platna á meðal 100 bestu og einnig meðal 2000!

Þannig að það fer ekki á milli mála að Megas er með ástsælari tónlistarmönnnum landsins.

En hann er líklega líka einn sá hataðasti líka eða var það alla vega  áður fyrr.

Mín skoðun á plötum hans hefur rokkað á milli meistaraverk og ruslflokks.

(Hugboð um) Vandræði er fjórða stúdíóplatan með Senuþjófunum sem falla vel inn í hljómsýn Megasar og hljómar í raun ekkert ólíkt og Millilending og Fram og aftur blindgötuna eða Drög að sjálfsmorði.

Megas hefur ætið verið drjúg í lagasmíðum og það eru ein sautján lög á plötunni og einhver sagði mér að mikið meira hafi verið tekið upp.

Músíkin er kannski full fjölbreytt, boogie, rokk, enskur texti, klassískur Megas (Dylan skotinn) og falleg angurvær ljóðasöngur.

Megas er enn duglegur að skrumskæla íslenskan texta hvort sem úr klassískum bókmenntum eða dægurlögum fyrri tíma.  Þessi hlið á Megasi hefur mér alltaf þótt skemmtilegur ef heldur niðrí sér subbuskapnum sem oft læðist með.

Heilræðavísur Megasar hafa fylgt honum frá fyrstu plötunni og Vandræði byrja á „Það sem mestu skiptir“ . Klassískur Megas. „Með heftiplástur fyrir munninn“ fellur í þennan flokk en einnig útúrdúraflokkinn. Skemmtilega flutt þar sem Megas syngur dýpri röddu en oftast.

Boogielagið í „Kúkur í flagi“ er svona einhverskonar pólitík í líkingum. Hvort „Kúkur sjúgandi“ sé tengt fyrra „kúk“ laginu veit ég ekki en þetta er líka bara búgílag af einföldustu gerð. Og pólitíkin/þjóðlífsgagnrýnin er hin sama.  Ekki mín deild.

Fimm lagann eru við texta Þorvaldar Þorsteinssonar úr leikritinu Lífið – notkunarreglur, sem Megas samdi músíkina við. Þessi lög Megasar og textar Þorvaldar finnst mér aldrei gullkorn. „Lengi skal manninn reyna“ sem Megas syngur með Ágústu Evu (áður Sylvia Nótt) er eitt flottasta lagið sem ég hef heyrt langa lengi. Og flutningurinn þeirra og Senuþjófanna er frábær. Tititlagið „Vandræði“  er ekta revíu/leikhúslag. Og Senuþjófarnarir syngja með Megasi í laginu og Ágústa Eva á sinn sprett. „Skil ekki plottið/Engu að tapa“ heitir annað stutt leikhúslag „Ég skil ekki plottið en hef engu að tapa“. „Þá“ er með tilvitnunum í fjöld fleygra setninga, og skrambi vel heppnað og lagið einfalt píanólag í stíl gamalla sönglaga. Síðasta lag fyrir fréttir?  „Magnlaus“ er síðasta lag plötunnar og síðasti texti Þorvaldar.  Og það er magna hvað textasmíðin hans er lík Megasar. Mér hefði aldrei duttið annað í hug en að Megas hefði sjálfur samið.

„Krossfiskur“ er dálítið Súkkat legt með týpísku Donovan lagi, vel heppnað.

„Virgo Beatissima“ minnir á seinni tíma Bob Dylan plötur. Og það er ekkert að enskunni hans Megasar og hann er skemmtilega öðruvísi beittur! Og það er nettur kántrí feeling í þessu lagi líka.

Nýtt orð: Smess! Það er nýyrði í stað sms!  „Smesssöngurinn“ , boogie lag með partítexta!

„Ekkert er andstyggilegra“ er gott dæmi, flott lag og vel heppnaður sarkastískur Reykjavíkurtexti, auðvitað byggður á Vorkvöld í Reykjavík. „… allt eins og mykjugræn martröð, mig sækja vordraumar heim“ .. og minnir jafnvel á fyrstu Megasarplötuna. Þetta tæplega 8 mínútna lag í smá Megas/Dylan stíl með löngum og sögutexta.

Og meiri útúrdúr, nú Laxnes. „Bráðum kemur betri tíð“ með blóm í potti. Og pólitík og þjóðfélagsgagnrýni. Og flutt eins og angurvær barnagæla frá 6. áratugnum. „Uglundur“ er flutt eins og þula en byggt á gamalli þulu: Ugla sat á kvisti.

Og „17. júní (hann á afmæli í dag)“ byrjar svona: .. Uppþembdur þjóðrembingi í rigningarsudda og roki ösla ég spýjupyttina ….  Sætt en satt. Lagið er fengið að láni frá Rolling Stones, Honky Tonk Women.  Ekkert að því að spila þetta á útihátíð á 17. júní.

Textinn í „Sjáirðu“ er leiðbeingartexti  að morði. Eins fallegt og lagið er þá fellur mér ekki svona heilræði og sé ekkert fyndið við hann.

Megas syngur skýrar en nokkru sinni áður, tónlistin er ljúf með gítar og Dylan orgeli í aðalhlutverki.

Ég er ekki frá því að Megas skiljist í vel flestum laganna ef ekki bara öllum. Og öll vinnan er góð og gaman að heyra Megas svona framarlega í mixinu.

Ein af sex – sjö bestu plötum meistarans og þá er mikið sagt.

9 stjörnur

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *