POTTÞÉTT 55 (2011) 6 stjörnur

Spegill samtímans er kannski góð lýsing á Pottþétt plötunum sem nú hafa náð 55 útgáfum hvorki meira né minna. Eins og Now útgáfan í Bretlandi og Bandaríkjunum er að finna vinsælustu lög liðinna mánaða eða frá síðustu Pottþétt/Now plötum.

Einhverra hluta hefur það farið fyrir ofan garð og neðan þar sem fá fyrsta sætis lög er á Pottþétt í þetta sinn. Þau eru innan við 10. En hvað um það hér eru lög sem hafa fengið góða spilun á ljósvökunum.

Fjögur laganna eru úr Eurovision, danska lagið, sænska lagið, vinningslagið og íslenska lagið.

Auk íslenska Eurovision lagsins eru 19 önnur íslensk lög. Lögin koma af nýjum plötum, óútgefnum plötum og one off smáskífum. „Lengi skal manninn reyna“ með Megas og Ágústu Evu er snilld og hin eru öll spegla útvarpsspilun dagsins. Þó er líklega ekki komin vinsældastimpill á þau öll held ég.

Erlendu lögin eru flest úr danslaga ranninum, enda er sú tónlist áhrifamest á vinsældalistum í dag. Aðeins eitt lag af Plötu vikunnar á Rás 2, en það er með Noah & The Whale, sem er eitt af betri lögum plötunnar.

Mér hefur oft þótt Pottþétt plöturnar skemmtilegri en það er kannski bara tímans tákn?

6 stjörnur.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *