Pottþétt 51 í búðir í vikunni

Picture1Nýjasta safnplatan í Pottþétt röðinni vinsælu kemur út 3.des. Á plötunum er að finna flest af vinsælustu lögum dagsins í dag.  Á Pottþétt 51 eru 14 lög með íslenskum flytjendum.  Á plötunni eru 4 ný jólalög með Ingó, Sigurði Guðmundssyni og Memfismafíunni, Baggalút og Hvanndalsbræðrum. Aðrir íslenskir flytjendur eru: Hjálmar, Feldberg, Biggibix, Jógvan, Lára Rúnarsdóttir, Haffi Haff, Ingó og Veðurguðirnir, Hjaltalín, Hafdís Huld og Fjallabræður ásamt Magnúsi Þór Sigmundssyni. Meðal erlendra flytjenda á plötunum eru: Gossip, Lily Allen, The Black Eyed Peas, Robbie Williams og Lady Gaga. Pottþétt 51 er 89. Pottþétt platan í Pottþétt útgáfuröðinni sívinsælu.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *