PAUL SIMON – SO BEAUTIFUL OR SO WHAT? (2011) 8 stjörnur

Vita ekki allir hver Paul Simon er?

Kannski ekki, en hann er í raun einn að brautryðjendum popptónlistarinnar. Ferill hans með félaga sínum Garfunkel sem endaði með einni bestu plötu mannkynssögunnar Bridge Over Troubled Water, eftir hafa gefið okkur Sound Of Silence, A Hazy Shade Of Winter, America, Homeward Bound, I Am A Rock, Mrs Robinson ….

Og lögin á Bridge: The Boxer, titillagið, Cecilia, El Condor Pasa, Save The Life Of My Child svo eitthvað sé nefnt.

Síðan kom sólóferillinn með „Duncan“ , „ Mother & Child Reunion“, og „Me & Julio Down By The Schoolyard“,  „Kodachrome“, „Take Me To The Mardi Gras“, „Loves Me Like A Rock“ og „Was A Sunny Day“, „Still Crazy After All Those Years“, „50 Ways To Leave Your Lover“ og „Gone At Last“, Og nokkrar plötur sem skildu minna eftir. …. en svo kom  …

„Graceland“ og ferill allur breyttur, ímynd Afríkutónlistar breytt líka.

Hann breytt ímynd popptónlistar með „Graceland“ nokkuð sem margir höfðu reynt en honum tekist. Næst gerði hann „The Rhythm of the Saints“ með Suður amerískum hljóðfæraleikurum. Þessi plata var kannski ekkert síðri en það er erfitt að fylgja eftir plötu eins og „Graceland“.

„So Beautiful or So What“  er ellefta sóló stúdíóplatan hans. Bestu plturnar hans, „The Paul Simon Songbook“, „Paul Simon“, „There Goes Rhymin‘ Simon“ og „Graceland“ eru 10 stjörnu plötur. Síðan koma „One Trick Pony“ og „Hearts And Bones“ 9 stjörnu plötur  „Still Crazy After All These Years“ og „So Beautiful or So What“ eru síðan 8 stjörnu plötur.

Ég elska sándið, þó að mér finnist komi tími til að fara afur í kassagítarsándið, þó að instrumental lagið „Amulet“ sé í gamla stílnum,  og sleppa þessu afríkana sándi á einni plötu. Kannski bara að gera plötu með eiginkonunni og láta hana stjórnu pínulítið. Kona Simons er Edie Brickell. Simon er brilliant gítarleikari en hefur ekki verið að sína það mikið. Og þau syngja án efa vel saman.

Lögin á „So Beautiful“ eru lög sem síjast inn. „The Afterlife“ kemur fyrst, „Getting Ready For Christmas“, „Love And Hard Times“ minnir á Simon & Garfunkel, og svo titillagið „So Beautiful or So What“ drm hann hefur verið að spila á tónleikum.

„Questions For The Angels“ er smá afturhvarf til „Bookends“ og “Dazzling Blue” vinnur vel á.

Textagerðin er auðvitað áaðfinnanleg og áhugaverð. Rythmaverkið alltaf dálífið afrískt og áberandi. Uppbygging taktlaganna er ennþá undir afríkönskum skjýum.  Textarnir eru reyndar óvenju trúarlegir og fjalla um elli og dauða, þó að músíkin gefi ekki til kynna að hann sé að fara frá okkur, mikill kraftur í músíkinni og röddinni líka.

Á þessari plötu er Simon að endurskoða Graceland og Bookends sem gera þessa plötu að 8 stjörnu plötu.

8 stjörnur

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *