VEISTU HVER ÉG VAR? MIKLU MEIRA (2011) 7 stjörnur

Þriðja 3ja diska safnið semútvarpsmaðurinn Siggi Hlö tekur saman.

Ég hef ekki hlustað á þættina hans á Bylgjunni, en lagavalið er ennþá frá fyrsta áratug útvarpsstöðvarinnar sem mér hefur alltaf fundist einkenna stöðina. Stór hluti útvarpsmanna Bylgjunnar eru á svipuðu reki og þetta var þeirra tónlist frá unglingsárum þeirra eða upphafsárum þeirra í útvarpi.

En hvað um það, þetta var skemmtilegur tími, nýjar útvarpsstöðvar, MTV, ég var með Plötubúðina og seldi þessa músík á fullu og hafði á fyrri hluta níunda áratugarins meira að segja hitt suma af listamönnunum í sambandi við starf með sem útgáfustjóri Fálkans líka.

Auðvitað eru  „Rio“ og „Hungry Like A Wolf“sem var á „Rio“ plötu Duran Duran hér, en Siggi stelur umslaginu kinnroðalaust og setur teikningu af sér í stað stúlkunnar, dálítið kinky og Ívar hjá Pipar skrifar sig fyrir „hönnun“ umslagsins. Allt í lagi?

Þarna er lík „abracadabra“ með Steve Miller Band, „Sexual Healing“ með Marvin Gaye, „Eye Of The Tiger“ með Survivor, „Don‘t Go“ með Yazoo, „Da Da Da“ með Trio, „Stars On 45 Abba Medley“, „Enola Gay“ með OMD, „Maria Magdalena“ með Söndru og „Girls Just Wanna Have Fun“ með Cyndi Lauper sem öll seldust vel hérlendis.

Það eru sjö íslensk lög inn á milli á plötunum, „Slá í  gegn“ með Stuðmönnum, „Fjólublátt ljós við barinn“ með Klíkunni (Þorgeir Ástvalds), „Frystikistulagið“ með Greifunum.

Þetta er auðvitrað fyritaks partýplata, eða úti í tjaldi eða inni í bíl á ferðalagi.

7 stjörnur

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *