CUT COPY – ZONOSCOPE (2011) 7 stjörnur

Hér er á ferðinni væntanlegir Íslandsvinir, þeir eru að spila á Nasa á miðvikudagskvöldið.

Þetta er Áströlsk New Romantic 80s revival hljómsveit, ekki ósvipuð Hurts til dæmis.

En þeir eru þó reynslumeiri og dýpri en Zonoscope er líka þeirra þriðja plata. Og þeir spila á alvöru hljóðfæri, bassa gítar og trommur!

Hljómsveitin byrjaði sem einmenningsband Dan Whitford sem er grafiskur hönnuð sem vann sem plötusnúður í hjáverkum. 2003 bætti hann við þremur öðrum spilurum og hljhómsveitin orðin alvöru band.

Fyrsta breiðskífan „Bright Like Neon Love“ kom út 2004 og fékk góða dóma, sérstaklega í ensku pressunni, en músíkin ansi bresk áheyrnar. 4 smáskífur komu af henni og lögin „Saturdays“ og „Future“ þekktust.

Næsta breiðskífa „ In Ghost Colours“ kom út 2008 og fékk nú rosalega dóma vestanhafs og í internet miðlum. Önnur platan gaf af sér 5 smákífur ma. „Lights And Fire“.

Og eins og virðist skipta máli um vinsældir í dag skiptir það kannski meira máli að lögin þeirra hafa verið notuð í sjónvarpsþætti og auglýsingar.

Þannig var „Lights And Music“ notað í FIFA 09, „Far Away“ var notað í „Nip/Tuck“, og „Where I‘m Going“ í Blackberry auglýsingu.

Nýja platan „Zonoscope“ finnst mér samt vera þeirra besta plata. Þeir sækja áhrifin í ensku nýbylgjuna, minna mig mikið á ABC, Frankie Goes To Hollywood og Spandau Ballet, en líka Kraftwerk og robota músík. Og jafnvel má heyra smá Yes í þeim!

Það kæmi mér þar af leiðandi ekkert á óvart þó að Trevor Horn próduseraði næstu plötu þeirra og ekki mundi það skaða ef Anne Dudley séu um strengi.

80s new romantic músíkin hefur verið dálítið sniðgengin þrátt fyrir endurkomu margra til dæmis Duran Duran sem fylltu Egilshöllina en okkur á Popplandi finnst ekki nógu spennandi að taka frábæra nýja plötu þeirra fyrir þrátt fyrir gífurlegar vinsældir hérlendis.

Hvað um það ég heyri fullt af viðkunnanlegum hljóðum, grípandi lögum og útsetningum sem jafnvel mig á pschedelia. Þetta er alvöruband með gítar, bassa og trommur auk hljómborða og samplara. Söngurinn er New Romantic, eins og nýkominn úr mútum, ræður ekki alveg við nýju djúpu röddina, flottar bakraddir. „Take Me Over“, sem ber sterkan keim af annarri hljómsveit frá Kengúrulandi, Men at Work,  og „Need You Now“ eru flottar smáskífur og líka „Where I‘m Going“ og nýja smáskífan „Strange Nostalia For The Future“ sem lýsir kannski best músíkinni. En besta lagið er lokalagið „Sun God“ sem 15 mínútna groove sem er bara gott og þessi virði að sjá þá og tékká þeim. GusGus geta farið að pakka saman!

Ég held að það verði gaman að sjá þá á Nasa um helgina.

7 stjörnur, ekki alveg tilbúinn að kaupa gripinn en ef næsta plata verður betri þá kaupi ég þessa líka!

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *