DANGER MOUSE & DANIELE LUPPI – ROME (2011) 7 stjörnur

Danger Mouse (Brian Burton) hefur verið að gera góða hluti í ýmsum gervum síðan 2003. The Grey Album sem kom út 2004 með sömplum eða endurgerðum lögum af hvíta albúmi Bítlanna með frumsömdu rappi yfir vakti mikla athygli og var umdeild. Þar næst prodúseraði hann Demon Days með Gorillaz, og aðra plötu með Sparklehorse2005 og 2006. Gnarls Barkley sló síðan í gegn 2006. Hann prodúseraði Damon Alburn aftur 2007 með The Good The Bad & The Queen. Síðan hefur hann prodúserað Black Keys á tveimur síðustu plötum þeirra og Beck 2008. Hann gerði tvær góðar plötur í fyrra. Dark Is The Night með Sparklehorse(Mark Linkus) og Broken Bells (James Mercer úr Shins) plötuna, sem er flott popp plata.

Síðan eru tvær plötur væntanlegar á árinu sem hann prodúserar önnur með Black Keys og hin með U2, sem gæti verið spennandi samstarf.

Danger Mouse kynntist Daniele Luppi skömmu eftir að hann gerði Grey Album. Luppi er brottfluttur Ítalí með góð tengsl við heima landið og mikill sphetti vestra aðdáandi sem hann átti sameiginlegt með Danger Mouse.

Rome er sem sagt búin að vera í bígerð í 5 ár. Planið var að gera sándtrakk við ímyndaða bíómynd með ekta spahetti sándi. Á þá þurfti að grafa upp gömlu meistarana sem spiluðu á Good The Bad And The Ugly og hinum plötunum.

Þeir fundu nokkra þeirra enn á lífi í Róm, fundu upphaflegu hljóðfærin, gamla kórinn sem söng á þessum Ennio Morricone upptökum Cantori Moderni. Og músíkantarnir ná svo sannarlega moodinu. Bassinn er leiðarljósið þvílíkt sánd þvílíkur kraftur. Síðan skapa trommur og ásláttur, strengir, brass og hljómborð alveg ofboðslega mikla stemmningu að ógleymdum kórnum.

Að lokum fengu þau Norah Jones og Jack White hlutverk sem söngvarar og syngja 3 lög hvort og gera plötuna að því sem er og lyfta henni upp úr einhverja sem hefði kannski verið flott en samt ekkert meira.

Sándið minnir líka á Lee Hazelwood, þessi áberandi 60s bassi. Þetta er ekki rokk ópera eins og þær voru gerðar að öðru leyti en því að stemmingin er aðalatriðið.

Lögin þrjú sem Jack White syngur eru mögnuð. „Two Against One“ er hann í Robert Plant gervinu sínu og skilar því glimrandi, en í í lokalaginu „The World“ setur hann sig í ókunnar stellingar og syngur ekta spahetti vestra eins og hann á á hljóma. Og það sama má segja um „The Rose With A Broken Neck“ sem hann margraddar í ýmsum gervum. Virkilega grípandi.

Norah Jones syngur líka þrjú lög. Hún er auðvitað mun settlegri en hennar hlutverk átti að vera mjúkt en ekki væmið sem er Norah Jones. „Black“ þekkja hlustendur Popplands, en það hefur verið vinsælt hér og minnir á Lee Hazelwood og Serge Gainsburg og samstarf þeirra við Nancy Sintra og Brigitte Bardot. „Season‘s Tree“ minnir líka á Emiliönu Torrini en hún hefur ekki ósvipaðan stíl og er á þessari plötu og hefði alveg skilað þessu hlutverki jafnvel ef ekki betur. „Problem Queen“ er líka í stíl Torrini og jafn grípandi.

Síðan eru tvenns konar lög í viðbót á plötunni. Millistefin sem tengja svo vel og „sándtrack“ lögin með kór og hljómsveit eða bara hljómsveit.

Upphafslagið „Theme From Rome“ er auðvitað aðallag ógerðu bíómyndarinnar með kórinn í forgrunni. Af hinum fimm má nefna „The Matador Has Fallen“ og kórlagið „Morning Fog“ og strengjalagið „Her Hallow Ways“.

Í heildina góð plata, sem er ekki ósvipuð Gorillaz plötunni síðan í fyrra „Plastic Beach“.

Ein af þessum spes plötum en samt ekki alveg í hæsta klassa.

7 stjörnur

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *