ARCTIC MONKEYS – SUCK IT AND SEE (2011) 8 stjörnur

Eftir að vinsældirnar og fjölmiðlafárið hrundi með síðustu plötu þeirra „Humbug“ koma drengirnir fílelfdir með sína fjórðu plötu sem fór beint í fyrsta sætið á sölulistum og var t.d. tilnefnd plata ársins 2011 af Mojo í júní, þó sex mánuðir séu eftir af árinu!

Indie popp bandið Arctic Monkeys var stofnuð af Alex Turner og félögum í Sheffield árið 2002. Vinsældir þeirra hófust á internetinu í gegnum MySpace síður og blogg aðdáenda.

Þeir voru þekktir fyrir það að gefa CD upptökudiska á hljómleikum sem jók hróður þeirra og eru þessar upptökur kallaðar „Beneath The Boardwalk“.  Svo komu einkútgefin smáskífa, kynning í BBC útvarpinu og spot á Reading & Leeds Festival 2005.

Þeir gerðu samning við indie útgáfuna Domino sem var mjög virt merki og fyrsta smáskífa fór í 1sta sæti „I Bet You Look Good On The Dancefloor“ og það gerði næsta smáskífa líka „When The Sun Goes Down“ (Scummy).

Stóra platan „Whatever People Say I Am That‘s What I‘m Not“ sló öll sölumet líka og Arctic Monkeys orðið heitasta nýja bandið 2006.

Platan og bandið sópuði að sér verðlaunum það árið og líka 2007, en þá kom önnur platan, „Favourite Worst Nightmare“ og rauk í 1sta sætið og skilaði vinsælum lögum.

„Humbug“ fékk ekki alveg jafn háværar viðtökur hjá pressunni en 1sta sætið og salan hikstaði ekkert þó að smáskífurnar færu ekki jan hátt á listunum.

Arctic Monkeys eru í dag með vinsælli popp rokk böndum hvort sem það er á plötum og á hljómleikum.

Nýja platan „Suck It And See“ er ekkert lík „Hombug“, hún er björt, glaðleg poppplata með hverju lagi sem topp topplistaverki í einfaldleika og gleði.

Flott lög fullt af orðum og orðaleikjum, góðu gítarspili, persónluegum söng og einföldum útsetningum þeas á yfirborðinu.

Við fengum sjörþefinn með „Don‘t Sit Down Cause I‘ve Moved Your Chair“ og „Brick By Brick“ strax í apríl. Bæði lög sem standa upp úr  og verða eflaust góð á hljómleikum.

Og „Suck It And See“  byrjar flott, með laginu „She Thunderstorms“ í kröftugum Stone Roses stíl og setur standardinn hátt.

„Black Treacle“ minnir smá á Oasis, flott passlega flókið popplag. Næsta smáskífa verður „The Hellcat Spangled Shalala“ gamaldags popp með Sha la la la viðlagi sem hefur ekki verið notað í mörg ár.

„Reckless Serenade“ minnir á gott Nick Lowe popplag til dæmis, og „Love Is A Laserquest“ sem gerirþað líka með texta um fornar ástir.

„Piledriver Waltz“ var reyndar líka á sóló EP plötu Alex Turner, flott rólegt melódía og titillagið vinnur vel á og minnir fyrst á Robbie Williams af öllum en samt eitthvað betra.

Platan er full af 80s áhrifum frá David Bowie, Lou Reed , Talking Heads líka.  En músíkin er ekki tímasett þetta bara stillt á tímalaust sánd eins og það er kallað á ensku.

Ungt band í fanta formi.

Og gaman að þeir séu vinsælir líka.

8 stjörnur hérumbil.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *