HELGI BJÖRNS & REIÐMENN VINDANNA – ÉG VIL FARA UPP Í SVEIT (2011) 6 stjörnur

Ef eitthvað virkar – reyndu það aftur.

Helgi er búinn að metselja tvær hestaplötur, og því ekki að reyna aftur.

Hér er fylgt sömu formúlu. Nokkur klassísk kóralög poppuð upp. Þar eru best „Sprettur (Ég berst á fáki fráum)“, „Ég vil fara upp í sveit“, „Frelsi ég finn“ og „Við förum bara fetið“.

Popplög sett í í country búning eins og „Tætum og tryllum“, „Það er svo geggjað að geta hneggjað“ , „Vetrarnótt“ og „Angelía“

Því miður þá er formúlan að þynnast út eða að Helgi hefði kannski átt að vanda betur valið og leggja meiri kraft í verkið. Kannski leyta utanaðkomandi álits eins og hann gerði oft áður.

Þetta er ágæt skemmtiplata, helmingurinn góður en hinn helmingurinn hálf slappur.

En það geta flestir sungið með og þessi plata verður feikivinsæl nema „Það er svo geggjað“ skemmi fyrir, sem er líklega versta valið og útgáfan á plötunni, en samt lagið sem selt er út á. Ég hefði veðjað á “Sprett”.

En, platan er að slá 5000 eintaka sölu sem þýðir gullplata, eða eins og Elvis sagði “5000 Helga Björns fans can’t be wrong”

6 stjörnur

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *