MY MORNING JACKET – CIRCUITAL (2011) 4 stjörnur

My Morning Jacket er 13 ára gamalt band frá Kentucky, stofnað af Jim James, sem er gítarleikari, söngvari og lagasmiður hljómsveitarinnar. „Circuital“ er sjötta plata hljómsveitarinnar, sem tók sinn tíma að ná vinsældum. Fyrstu tveir breiðskífurnar komust ekki inn á lista (The Tennessee Fire og At Dawn, 1999 og 2001) Þriðja platan komst í 121 sæti í Billboard og 62 í UK (It Still Moves), 4rða platan komst inn á topp 100 í USA (Z) og fimmta platan Evil Urges komst í 9 sæti og bandið vinsælt í USA.

En bandið hefur verið vinsælt á hljómleikum og tala menn um það að þeir nái ekki sömu hæðum í tónlistinni á plötum sínum.

Ég hef tékkað á My Morning Jacket síðan á annari plötunni, en ekki skilið allt umtalið. Hins vegar hafði ég gaman af Jim á „Tribute To“ EP plötunni sem hann gerði undir nafninu Yim Yames, 2009, en þar tók hann sex lög eftir George Harrison. Og svo var hann í súpergrúppunni Monsters Of Folk með Conor Oberts og M Ward, nokkurs konar nútíma Crosby Stills & Nash.

Nýja platan hreyfir mig ekkert meira en fyrri plöturnar þrátt fyrir ítrekaðar spilanir. Ég veit ekki alveg hvar ég á að staðsetja þá. Þetta er einhvers konar suðurríkjatónlist, ekki rokk, ekki popp, ekki kántrí, ekki folk, en samt einhver bræðingur af þessu öllu. Jim er ágætis söngvari, minnir stundum á Graham Nash eins og í fyrsta laginu.

Það er ýmsar tilraunir í gangi sem ég heyri ekki ganga upp mér til ánægju.

Fyrsta smáskífan er ágæt, lagið „Holding On To Black Metal“ sem er alls ekki metal lag.

Síðan finnst mér kveikjan að plötunni lögin „Wonderful“ og „Outta My System“ sem voru samin fyrir væntanlega „Muppets“ kvikmynd og hljómleikaferð Dr Teeths & The Electric Mayhem. Þeim var hins vegar hafnað á endanum og þar með fóru My Morning Jacket að gera nýja plötu.

En þessi plata er ekki í Top 50 listanum mínum fyrir fyrri helming ársins hvað þá meira.

4 stjörnur.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *