HORRORS – SKYING (2011) 7 stjörnur

Horrors er eitt af þessum nýju progressívu bresku böndum. Hljómsveitin var stofnuð 2005 í Southend on Sea sem á suð austurströnd Englands (í Essex) af Faris Badwan, Rhys Webb og Tim Cowan, áhugamönnum um 60s bílskúrsmúsík músík, new wave og síð-punk eins og Bauhaus og Birthday Party. Fyrsta smáskífan kom 2006, ekta flott punk sem heitir „Sheena Is A Parasite“ . Fyrsta breiðskífan „Strange House“ kom út 2007 og fékk ágætis athygli, t.d. forsíðu á NME, þó hún hafi ekki komist nema í 37 sæti á breska listanum.

Ágætt frum pönk popp, en kannski ekkert meira.

Önnur platan „Primary Colours“ kom út vorið 2009 og bandið fékk góða góða, platan náði 25 sæti, sem er kannski ekkert til að tala um en Bandið var greinilega í framför, allt önnur músík, mun framsæknari og progressívari. Lagið „Sea Within A Sea“ vakti athygli.

Þess má geta að Faris Badwin er á bak við hliðarverkefnið Cat‘s Eyes sem gaf út ágæta plötu á síðasta ári og aðrir meðlimir eiga líka sín aukabönd.

Nýja platan Skying kom út í síðasta mánuði og sló í gegn um leið og náð 5 sætinu á breska listanum og hefur verið tilnefnd til Mercury Prize verðlaunanna.

Núna eru þeir komnir enn lengra inn á gamaldags progressive retro svæði, minna á Pink Floyd Sun Dial og margar obscure sveim hljómsveitir.

Ég heyrði Stone Roses, OMD, Simple Minds, Echo & The Bunnymen og David Bowie. þess má geta Tom Cowan er bróðir Freddie Cowan gítarleikara Vaccines sem eru nokkuð á svipaðri línu.

En Stranglers, Ramones, Sonics, Joy Division, Cramps og Seeds hafa hins vegar vikið á nýju plötunni.

En eigum við ekki bara að segja að þeir séu að vaxa úr grasi og þróast. Þeir hafa reyndar sagt að platan sé gerð undir áhrifum ecstacy og öðru pilluáti, sem ég tengi nú samt ekki því það er ekkert „nýtt“ á ferðinni Allt sprottið af einhverjum áhrifum.

En Skying eru nokkuð vel heppnuð, fullt af dreymandi sándum, löngum lögum og góðu sveimi.

Fyrsta smáskífan er stórfín, Still Life með brassi, flottum bassa, backwards sándi og OMD strengjavél.

Skrýtnasta lagið er líka Monica Gems sem minnir óþægilega á Suede.

I Can See Through You er Bowie blandað frá Heroes tímabílinu.

You Said er spes lag sem á meira skylt við New Wave en annað hér.

Fyrsta lagið Changing In The Rain með synthasándum er líka nokkuð sérstakt með svona „skítugu“ Strawberry Fields sándi.

Moving Further Away er tæplega 9 mínútna lag og minnir mig Sun Dial 80-90s prog retro bandið. Mæli með þeim.

Endless Blue og Oceans Burning eru síðan topplögin á plötunni, dreymandi sveimandi Pink Floyd stuff.

En hvað svo? Er þetta nóg? Er þetta eitthvað sem lifir?

Ég er ekki sannfærður, mér finnst þetta fínt en ekkert meira ennþá. Ég á miklu betri Pink Floyd plötur, langar ekki í Simple Minds á betri Bowie, betri Echo, Stone Roses. So?

7 stjörnur að svo stöddu en tek púlsinn næst um áramótin og sjáum þá til hvort hún verði á top 50.

 

(Þess má geta að sex manna brass sveitin í Endless Blue og Still Life er leidd af Derek Watkins sem spilaði á A Day In The Life og Strwaberry Fields Forever með Bítlunum)

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *