RED HOT CHILI PEPPERS – I’M WITH YOU (2011) 8 stjörnur

Ég veit ekki hversu vinsælir Red Hot Chili Peppers eru á Íslandi. Þegar ég var með Plötubúðina var þetta ennþá kúltúrband, frægir fyrir myndina með sokkunum á sæmdartákninu.

Þeir slógu ekki í gegn fyrr en 5. plötunni Blood Sugar Sex Magik 1991 sjö árum eftir að fyrsta platan kom út. Smáskífan Under The Bridge af þeirri plötu braut ísinn. One Hot Minute kom næst og svo Californiacation sem er líklega stærsti bautasteinninn. Síðan komu By The Way 2002 og Stadium Arcadium 2006 og sú síðarnefnda var líka mjög vinsæl.

Bandið er svona ekta Rock Star band, amerískt rock þó með sinn sérstaka stíl. Flóin bassaleikarinn er mikilsmetinn bassaleikari, mikill funkist og slappar bassann í tíma og ótíma en spilar eins og heltekinn, eflaust einn að skemmtilegri bassaleikum seinni tíma, og ekki skemma líflegheitin á sviði.

John Frusicanti er líka merkilegur gítarleikari en nú er hann hættur, en samt skemmir það ekkert fyrir nýju plötunni.

Og söngvarinn Anthony Kiedis er ennþá líflegur og skapandi í sínu hlutverki.

Enn og aftur sér Rick Rubin um hljóðstjórnina. Mér hefur alltaf þótt hann ofmetinn en hvort hann er að gera eitthvað fyrir Peppers veit ég ekki, þeir þyrftu að fara að prófa einhvern annan til að sanna það.

Það eru liðin fimm ár frá síðustu plötu Stadium Arcadium sem lyfti þeim upp í efsta klassa rokksins. Núna eru þeir ap nálgast fimmtugt og allir farnir að gefa skít í allt sem gera, líkt og ELO 1977 þegar punkið kom.

Til að byrja með fannst mér þetta afskaplega blendið og klént og fékk þessa tilfynning að nú væri kominn tíma fyrir nýja tónlistarbyltingu. Ég heyrði svona gamaldags áhrif frá 10 cc og Laddi og var farinn að undirbúa 1-2 stjörnu dóm, fýlu og leiðindi.

En þess má líka geta að ég hef aldrei fylgst með Red Hots. Þeir eru ekta ameríka og ég hef aldrei hrifist af Ameríku, sorrí, alltaf eitthvað gervilegt og klént og set þá á sama bekk og Sovétríkin með sítt politíska ofstæki og blindni. En kannski er ég bara blindur.

En bassinn var ástin mín áður en ég kynntist konum og það er ennþá mjúkur blettur í sálinn fyrir góðum bassaleik. Og Flea er góður bassaleikari.

Og þar sem ég hef enga reynslu af Red Hots aðdáun á fyrri plötum get ég hugsanlega verið hlutlausari gagnvart nýju plötunni.

Menn keppast við að hallmæla henni og bera hana saman við fyrri afrek.

Ég er búinn að hlusta á hana í bílnum alla vikuna, og lagið sem ég heyrði síðast í hvert skipti hef ég sungið og hummað í hálftíma eftir að hafa hlustað.

Monarchy Of The Roses er bara skrambi gott amerískt rokk lag. Ethopia sem ég held að verði næsta smáskífa minnir á DayÓ með Laddi sem er ekki endilega vontJ

The Adventures Of Raindance Maggie er ekta Red Hots funky rokk og fyrsta smákífan og ansi grípandi með sína … hey now ….

Og myndið er skrambi gott þó það sé ekkert frumlegt.

Factory Of Faith brann inn í heilann á tímabili líka, og rólega byrjunin á Bendan‘s Death Song vakti athygli.

Rappið í Look Around er rokkað og leiðir inn í lag sem gæti orðið vinsælt wins og öll hin lögin á plötunni.

Goodbye Hooray er flott Duran Duran lag og Happiness Loves Company sem er  einfalt popplag eru ldæmi um fjölbreytni og hæfileika.

Meet Me On The Corner byrjar á mjúkum nótum ekta Rock Star softari og loka lagið Dance Dance Dance framtíðan Stadíum rokkari.

Það virðast allir elska að hata Red Hots og níða þá niður.

Ég hef aldrei öfundað þá sem hafa það gott og gera það gott og hef vonandi ekki þessa minnimáttarkennd í mér allavega ekki í músík!

Þetta er bara alveg ágæt plata þó hún sé ekki plata sem ég kaupi.

8 stjörnur í virðingarskyni.

10 plötur og enn að skapa góða músík

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *