BOMBAY BICYCLE CLUB – A DIFFERENT KIND OF FIX (2011) 6 stjörnur

Ég var nokkuð hrifinn af Bombay Bicycle Club þegar við tókum fyrir aðra plötu þeirra Flaws fyrir í október í fyrra en þeir voru einmitt gestir á Icelandic Airwaves þá.

Það eru ekki nema þrjú ár síðan þessir strákar kláruðu skyldunámið sitt, en síðan er komnar 3 plötur og ýmsar breskar viðurkenningar.

Fyrsta plata þeirra hafði verið ósköp venjulegt popp sem vakti ekki athygli mína á meðan folk áhrifin á Flaws heilluðu mig og kannski það sem vóg þyngri, vel samin og hugsuð og útsett lög.

En flestu sem hreif mig á Flaws er hent fyrir borð á nýju plötunni.  Nafnið „A Different Kind Of Fix“ á vel við.

Hér er verið að spila einhverskonar melódískt  indie rokkpopp, og jaðrar við það sem sumir kalla shoegaze, lágstemmd poppsveim í anda Stone Roses og Ride t.d.  og mun líkari fyrstu plötunni en Flaws. Trommuleikarinn Surem de Saram og bassaleikarinn Ed Nash hafa fengið aukið vægi og skila sínu vel.

En það hefði ekki komið að sök að gefa sér lengri tíma í plötuna og semja fleiri góð lög því einhvern veginn finnst mér umgjörðin bera efnið yfirliði hér.

Ég er þó ekki að segja að platan sé alvond, hún bara ekki eins góð og Flaws, og nýtt band í harðri samkeppni er fljótt að gleymast í dag í breska poppinu.

Platan  fór inn um annað og út um hitt eyrað í bílnum alla vikuna og ég var farinn að hafa áhyggjur af því að vita ekki hvað ég var að hlusta á.

Bestu lögin eru Shuffle, fyrsta smákífan og Take The Right One.

6 stjörnur

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *