KK OG ELLEN – JÓLIN (2011) 8 stjörnur

Íslensk blúgrass jól? Já þau hljóma pínulítið blúgrass, en líka svona laidbakk, afslappað og hátíðleg, svona til að róa börnin eftir að búið er að taka upp jólagjafirnar.
Þó eru fimm laganna tólf léttari og líflegri, það eru lögin “Nú er Gunna á nýjum skóm” og “Magga litla og jólin hennar” sem mig minnir að hafi heitið eitthvað annað, lög sem ég man eftir úr bernsku minni, síðan eru létt lög eins og “Snæfinnur snjókarl”, “Jólasnjór” og “Jólasveinninn minn”, sem gera plötuna heilsteypta og eigulega.
Hin sjö lögin hafa oftar verið sungin af kórum og í jólamessum, það er að að segja við hátíðleg tækifæri. Lög eins og “Þá nýfæddur Jesús”, “Í Bethlehem er barn oss fætt”, “Nóttin var sú ágæt ein” og “Við kveikjum einu kerti á”.
Raddir þeirra systkina eiga vel við lágstemmda tónlist og kassagítarinn er vel spilaður en að öðru leyti eru allar útsetningar tempraðar og lágstemmdar.
En á móti kemur er platan mikil stemmningsplata, sem ætti að vera leitað til í framtíðinni ásamt fyrri jólaplötu þeirra „Jólin eru að koma“ sem kom út fyrir sex árum.
(HIA)  8/10

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *