GLEÐILEG JÓL – ÖLL BESTU JÓLALÖGIN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA (2011) 6 stjörnur

5 diska jólaplata – tæpar sex klukkustundir, það ætti að duga að mestu.

Þið þekkið flest laganna, en reyndar finnst mér nokkur ekki alveg ná í klassann, en flest.
Erlendu lögin hefði ég valið allt öðruvísi, annað hvort bara þau allra frægustu eða þau bestu eða einhverja ákveðna stíla, eða samfellu.
Hver plata hefur sitt heiti eða þema. Fyrsta platan heitir „Ég kemst í jólafíling“, smá upphitun fyrir jólin. Titillagið með Baggalút ætti alla vega að koma okkur af stað, “Jól alla daga” með Eika Hauks, “Ef ég nenni með” með Helga Björns, “Mig langar til” (Coca Cola lagið) með Páli Óskari, “Er líða fer að jólum” með Ragga Bjarna og “Nú mega jólin koma fyrir mér” með Sigga G og Memfismafíunni.
“Feliz Navidad” er plata tvö með vinsælum erlendum jólalög. Þar eru auðvitað nokkur góð eins og “Happy Xmas” með John & Yoko, “Last Christmas” með Wham!, “I Wish It Could Be Christmas Everyday” með Wizzard, titillagið með Jose Feliciano og “Must Be Santa” með Bob Dylan.
Þriðja platan heitir “Kósíheit par exelans”, og þar á Baggalútur líka titillagið, en hér eru ljúf jólalög, innlend og erlend. “Yfir fannhvíta jörð” með Pálma Gunnars, “Bjart er yfir Bethlehem” með KK og Ellen og “Jólin koma” með Villa Vill er meðal laga hér.
“Jólaballið” er auðvitað helguð börnunum og allt íslenskt „Ég fæ jólagjöf“ með Kötlu María, “Jólasyrpa” með Dengsa, „Ég sá mömmu kyssa jólasvein“ með Ruth Reginalds, “Skrámur skrifar jólasveininum”, “Ég hlakka svo til” með Svölu Björgvins og „Krakkar mínir komið þið sæl“ með Ómar Ragnars eru allt fyrsta flokks jólastemmningslög.
Í lokin eru hátíðleg jólalög íslensk og erlend. Þar eru góð lög eins og „Þá nýfæddur Jesús“ með Ríó Tríó og titillagið „Helga nótt“ með Agli Ólafssyni.
Ágætis safn – sitt lítið af hverju.
(HIA) 6/10

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

One Response to GLEÐILEG JÓL – ÖLL BESTU JÓLALÖGIN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA (2011) 6 stjörnur

  1. Karen Ósk says:

    kemur þessi plata aftur út fyrir þessi jól? 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *