STEBBI & EYFI – FLEIRI NOTALEGA ÁBREIÐUR (2011) 6 stjörnur

Þessir tveir eru með vinsælli söngvurum landsins til margra ára þá flestir tengi þá í dag við hið 20 ára gamla Eurovision lag um hana Nínu. Eyfi eða Eyjólfur Kristjánsson varð 50 ára á árinu og gaf út plötu í tilefni með lögum frá ferlinum, enda góður lagasmiður. (Plötudómur í aðsigi)
Stebbi eða Stefán Hilmarsson er þekktastur sem söngvari Sálarinnar hans Jóns míns, sem Rabbi Jóns úr Grafík og Jón Ólafs úr Nýdönsk stofnuðu á níunda áratugnum til að gera „soul“ plötu og Stebbi var tilvalinn söngvari. Stebbi hélt áfram með bandið, sem varð eitt farsælasta band landsins um langan tíma.
Þeir Stebbi og Eyfi gerðu saman plötuna „Nokkrar notalegar ábreiður“ fyrir 5 árum síðan, með ýmsum áður útgefnum uppáhaldslögum. Þar var lagið „Góða ferð“, sem mér skilst að hafi náð einhverjum vinsældum.
Eins og nafnið bendir til er þessi plata framhald af henni og byrjar á sambærilegu lagi, hinu ofurvæmna (en góða) „Þín innsta þrá“ sem BG og Ingibjörg gerðu vinsælt á árum áður. Engin spurning vel flutt, vel sungið og ætti að verða vinsælt, en einhvern veginn held að það fái bara spilun á Næturvaktinni hjá Guðna Má.
Þetta er músík sem ég ólst upp við í gegnum Kana útvarpið. Ég keypti plötur (og kaupi enn) með Paul Simon og America, best of plötur með James Taylor og Bread. Og almennt er hriftin að þessari laid back West Coast músík.
Strákarnir eru að taka nokkuð óþekkt lög, þó að „Something So Right“ með Simon sé nokkuð þekkt.
Einar Vilberg  og Maggi Kjartans eru líka „coveraðir“ á plötunni  og fá nýja íslenska texta frá Stebbi, sem er góður textasmiður.
Og svo er auðvitað „“Þín innsta þrá“ sem allir fara að syngja þegar þeir heyra það og það er miklu betra með þessum tveim, enda pro‘s.
(HIA) 6/10

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *