FRIÐRIK ÓMAR & JÓGVAN HANSEN – ÍSLENSK OG FÖROYSK BARNALÖG FYRIR BÖRN Á ÖLLUM ALDRI (2011) 4 stjörnur

Þessir tveir hafa verið í uppáhaldi hjá þjóðinni um tíma. Þessi barnaplata er með svipuðu sniði og Vinalögin fyrir um ári síðan.
Friðrik Ómar syngur Færeysk barna og barnaleg lög með íslenskum textum sem Valgeir Skagfjörð þýddi á annarri af tveimur plötum.
Þið þekkið „Rasmus“ sem eruð kominn á og yfir miðjan aldur, önnur lög þekki ég ekki, enda aldrei til Færeyja komið og lítið fylgst með á þeim slóðum. Lögin hljóma öll ágætlega, Friðrik Ómar syngur þau vel, en þau hreyfa mig ekkert.
Jógvan Hansen hinn Færeyski syngur síðan íslensk barna og barnaleg lög sem ég þekki hins vegar vel. Steintór Rasmussen þýðir textana yfir á færeysku. Tvö gömul barnalög frá svipuðum tíma og Rasmus, Komdu niður og Ég langömmu átti hljóma fínt færeyskan truflar mig ekkert og Jógvan syngur vel. Bahama, Húsið og ég, Skýin, eru ekki barnalög en kannski barnaleg, og svo eru yngri barnalög eins og Furðuverkið hennar Ruth Reginalds sem meistari Jóhann G. samdi og Ryksugulagið hennar Olgu Guðrúnar sem Ólafur Haukur Símonarson samdi, eru flott.
En ég veit ekki alveg fyrir hverja þessar plötur eru. Börn? Fullorðna? Eða bara þá sjálfa?
4/10

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

2 Responses to FRIÐRIK ÓMAR & JÓGVAN HANSEN – ÍSLENSK OG FÖROYSK BARNALÖG FYRIR BÖRN Á ÖLLUM ALDRI (2011) 4 stjörnur

  1. Jens Guð says:

    Til gamans má geta smáskífan “Rasmus” með færeyska Simme seldist í töluvert hærra upplagi á Íslandi á síðustu árum sjötta áratugarins en plötur Elvisar Presleys. Það eru ekki til neinar áreiðanlegar tölur um þetta en starfsfólk plötubúða þess tíma ku hafa vottað að Simme hafa selt 2 plötur á móti hverri einni með Presley. Endanleg sölutala á “Rasmus” hérlendis er talin hafa verið um 6000 eintök. Sem segir ekki alla sölu vegna þess að mun færri Íslendingar áttu plötuspilara á sjötta áratugnum. Simme kom í hljómleikaferð/spilaði fyrir dansleikjum og það fyrir fullu húsi alls staðar.

  2. Jens Guð says:

    Ef að ég man rétt var Jógvan (nafnið framborið Ég vann) í barnasönghópnum Kular Rötur ásamt Brandi Enni. Kular Rötur var ofurvinsælt fyrirbæri í Færeyjum. Síðar sló Jógvan í gegn með popphljómsveitinni Aria. Ég held að sú hljómsveit hafi verið frá Klakksvík (færeysku Akureyri, höfuðborg Norðurlands).

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *