GUS GUS – ARABIAN HORSE (2011) 8 stjörnur

Arabian Horse er áttunda breiðskífa GusGus, sem var stofnuð 1995, fyrir heilum sextán árum.
Ég hef alltaf fylgst með þeim án þess að hafa haft sérstakan áhuga fyrir tónlistinni endilega, en Biggi Veira var nú einu sinni fastakúnni í Plötubúðinni sem unglingur, og við ræddum eflaust margt saman um tónlist og eflaust margt annað. Plötubúðin var nefnilega líka svona félagsmiðstöð og það var gefandi að tala við kúnnan um lífið og tilveruna og auðvitað um músík.
Ég var ekkert hissa á hvað tónlistarstefnu þeir tóku, en tónlistin hefur samt þróast mikið og GusGus er komið lengra en músíkin sem Biggi keypti á sínum tíma.
Og Arabian Horse er líklega besta platan þeirra til þessa.
Hún er líka poppaðari, líklega vegna þessa að söngvararnir þrír spila stórt hlutverk. Urður Hákonardóttir er komin aftur í bandið, en áður hafði Daníel Ágúst komið aftur 2009 (á plötuna 24/7) eftir tíu ára hlé, og á nýju plötunni bætist við Högni Egilsson, Hjáltalínsliðsmaður.
Biggi Veira og President Bongo eru orðnir ansi sjóaðir í hljóðmyndunum sínum sem ég kallað tæknimennsku hér áður en staðreyndin er sú að þeir eru orðnir miklir tónlistarmenn.
Platan byrjar á stemmingslaginu „Selfoss“ sem er instrumental og það er ekki fyrr en í þriðja laginu sem kemur alvörutexti frá Urði, Daníel og Högna, Deep Inside.
Tooplag plötunnar er lagið „Over“ – stórt lag, stór stemmning, flottir taktar Daníel Ágúst í aðalhlutverki, minnir pínu á „Ladyshave“ að sjálfsögðu. Urður setur smá  Hollywood diskó feeling í lagið með bergmálssöng, en einhvern veginn er þetta heillandi þó danslag sé 
Ég hef heyrt marga telja lagið „Within You“ besta lag plötunnar. Þar er Högni í aðalsöngnum, dálítið Peter Gabriel legur , en líklega bara betri!
Ég fór að tékka hvað fólk kallaði músíkina þeirra í þetta sinnið og sá auðvitað techno, en líka house, electro, en mér finnst ég líka heyra 80s og 90 diskó popp og Högni kemur líka með nýtt element í bandið, sem er kannski að gera gæfumuninn fyrir mig.
Hlakka til að heyra næstu þróun.
(HIA)8/10
Endilega „like“ ið GusGus á Facebook, þeir eru endalaust að deila óútgefnu efni á netinu, alls kyns tilraunum.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *