BJÖRGVIN HALLDÓRSSON – GULLVAGNINN (2011) 8 stjörnur

4 diska safn er ekki nóg til að gera ferli Björgvins Halldórssonar skil, en þetta safn virðist vandað hvað umbúðir hrærir og músíkin er upp til hópa góð, þó mitt val hefði verið annað. .
Safninu er skipt upp í flokka á plöturnar fjórar, Söngvarinn Björgvin, Dúettarnir, Höfundurinn og Hljómsveitirnar.

Þetta er ein leið til að nálgast efnið, þó ég hefði frekar tekið það í tímaröð og sleppt ákveðnum lögum og gefið út á safni sem ég hefði kallað Hliðarspor (útblásin Íslandslög og íslensk coverlög). Ég hefði líka reynt að fá einn disk sér með óútgefnu efni.

En á móti kemur þá hafa komið út nokkur mismunandi söfn með Bjögga áður.

Björgvin er án efa einn ástsælasti og virtasti söngvari landsins, og ég held að enginn mótmæli því að hann sé einn okkar allra besti líka. Hann hefur mótað tónlistarsöguna og snert marga fleti.
Frá því að vera Poppstjarna ársins 1969 með nýstofnaðri hljómsveit Ævintýri , eftir að hafa verið með Bendix og Flowers, yfir í Brimkló, Change, Hljóma, Ðe Lónlí Blú Bojs, eigin hljómsveit, Sléttuúlfana og Hjartagosana, fjöldi sólóplatana og verkefni frá Vísnaplötunum í Dúetta og Íslandslög, jólaplötur og barnaplötur.
Það eru ófá lögin sem hægt er að nefna sem frábær lög, hann hefur samið nokkrar perlur sjálfur, er mikill smekkmaður í upptökum.
Ferillinn á plötum byrjaði með laginu  “Þó líði ár og öld”, þýddu lagi (Walk Away Renee) sem er fyrsta lagið, en lög eins og „Ég lifi í draumi“, „Tvær stjörnur“, „Ástin“, „Sönn ást“, „Ég er að tala um þig“, „Himinn og jörð“, „Eina ósk“ og  „Tætum og tryllum“, allt frábær lög á fyrsta disknum. Og höfundarnir eru Gunni Þórðar, Maggi Eiríks, Jóhann G, Megas, Valgeir Guðjóns, Eyfi og Kobbi Magg!
En á sama tíma er ég ekkert sérstaklega hrifinn af „Ég bið að heilsa” eftir Inga T, „Capri Catarina“, „Ég er kominn heim“  o.sfrv.; útblásin ættjarðarlög, ágætlega flutt, en ekki ferill Bjögga í mínum huga og ekki að vera sett á sama stall. Þetta voru bara hliðarverkefni.
Dúetta platan er líka sama markinu brennd – spyrnt saman einlægu poppi og einhverju öðru sem ég veit ekki hvernig á að skilgreina?
Ég elska þó „Söguna af Nínu og Geira“, „Minningu“, „Daga og nætur“, „Franska lagið“ (Life on Mars?),  „Svörtu rósina frá San Fernando“  og „Sóley“ , og lögin með Krumma eru ok, en „Skýið“ er toppurinn.
Á þriðju plötunni Höfundinum  eru „Raddari götunnar“, „Í útvarpinu heyrði ég lag“, „Vertu ekki að plata mig“, „Ég er ennþá þessi asni sem þú kysstir þá“, „Það búa ýmis öfl í þér“, „Þig dreymir kannski engil“ og „Dægurfluga“ , en flest laganna á þessari plötu eru að mínu skapi.
Fjórða platan er tileinkuð sumum hljómsveitum hans, Brimkló eiga flott lög hér „Rock n Roll öll mín bestu ár“, „Síðan eru liðin mörg ár“, „Eitt lag enn“, „Bolur inn við bein“, „Þjóðvegurinn“ , „Stjúpi“, „Skólaball“, „Ég las það í Samúel“ , „Ég mun aldrei gleyma þér“ og „Þrír krossar“ allt frábær popp country lög sem hann hefur svo gott vald á.
Ðe Lónlí Blú Bojs lögin eru þrjú lög, öll snilld, „Hamingjan“, „Harðsnúna Hanna“ og „Mamma grét“,
„Akstur á á undarlegum vegi“ með Sléttuúlfunum er afbragð, „Silver Mornig“ með Hljómum og „Casanova Jones“ með Hot Ice (Change) eru períódu pís.
Myndbandið af sextugsafmælistóleikunum er gott og Bjöggi í góðu form og syngur vel.
Pakkinn er flottur góðar upplýsingar um lögin ern ferlinum er ekki gerð viðunandi skil. Textinn minnir á venjulegan plötudóm () en ekki alvöru yfirlit yfir ferilinn, sem ég fann reyndar hvergi á netinu heldur.
80 %  gott þó.
(HIA) 8/10

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *