PLÖTUR ÁRSINS ÍSLENSKAR HIA

1.    MUGISON – Haglél
Að þetta var fyrsta platan hans á íslensku hafði eflaust áhrif á spilun og vinsældir, en þetta er einfaldlega góð plata, góð lög, góður flutningur. Og Mugison og hljómsveit er auk þess mjög góðir á hljómleikum. Lögin “Stingum af”, “Kletturinn” og “Haglél” eru sérlega góð.

 

 

2.    LAY LOW – Brostinn strengur
Fyrir fyrstu alvöru íslensku plötuna hennar þar sem lög eru samin við ljóð íslenskra kvenskálda. Túlkun hennar á íslensku ljóðunum er fullkomlega hennar eigin, þar sem  áherslur og öndun stjórna söng hennar sem aldrei fyrr. Næmni og einlægni skína líka úr söng hennar  Fyrir einlægni á sviði og mikinn karakter. Lay Low er jafnvíg ein með gítar eða með hljómsveit og er ætíð stór á sviði í sinni hógværð

3.    BUBBI – Ég trúi á þig
Bubbi hefur lengi verið í fremstu röð lagahöfunda Íslands og á þessu ári gerði hann plötuna Ég trúi á þig, með lögum í anda “Soul” tónlistarinnar og hann stenst áskorunina fullkomlega og vex sem söngvari. Soulið fellur vel að rödd Bubba og Bubbi vel að soulinu. Ég er nokkuð sammála að þetta sé ein af vörðunum á ferlinum en þó ég sé ekki tilbúinn að setja hana í fremstu röðina strax. En ekki spurning, ein af bestu plötum ársins þegar köllum upp á sviðið í lok ársins 2011.

4.    DANIEL ÁGÚST  – The Drift
Ævintýraleg, fjölbreytt og vönduð plata.  Önnur sólóplatan hans, en hann hefur gefið út plötur með Nýdönsk, Bubbleflies og Gus Gus. Lagið “Yeah Yeah Yeah” var fyrsta smáskífan

 

 

 

5.    GUS GUS – Arabian Horse
Fersk, vönduð og poppuð plata. Högni, Daníel og Urður fullkomna bandið á þessari plötu.  Over og Within You eru afbragðs lög.

 

 

 

 

6.    OF MONSTERS AND MEN – My Head Is An Animal
OMAM áttu fyrna sterka innkomu í íslenskt tónlistarlíf með fersku og grípandi þjóðlagapoppi, en þau unnu Músíktilraunir 2010. Lagið Little Talks var vinsælt og Rolling Stone líkti þeim við Arcade Fire og Mumford & Sons, en síðan má ekki gleyma Edward Sharpe.

 

7.    REYKJAVÍK! – Locust Sounds
Þriðja plata þessa Ísfirska rokk popp bands. Þeir eru líklega ekki að fá mikla spilun frekar aðrir sem semja á ensku, en nsamt hafa þeir fengið lof fyrir þessa hressu popp plötu.

 

 

 

8.    MEGAS & SENUÞJÓFARNIR – (Hugboð um) Vandræði
Ég er ekki frá því að Megas skiljist í vel flestum laganna ef ekki bara öllum. Og öll vinnan er góð og gaman að heyra Megas svona framarlega í mixinu. Ein af sex – sjö bestu plötum meistarans og þá er mikið sagt.

 

 

 

9.    SÓLEY – We Sink
Ein af betri jaðarpoppplötum ársins. Sveimandi indie folk pop með nokkrum grípandi lögum sem gera gæfumuninn.

 

 

 

 

10.    SIN FANG – Summer Echoes
Forvitninleg, melódísk popp plata. Björt og hugmyndarík tónlist.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *