GRAFÍK – 1981-2011 (2011) 10 stjörnur

Sagan

Í tilefni af 30 ára afmæli hljómsveitarinnar Grafík er komin út glæsileg útgáfa 28 lögum hljómsveitarinnar ásamt tveimur nýjum lögum. Hljómsveitarinnar Grafík var stofnuð af Rafni Jónssyni trommuleikara Ýr og Hauka meðal annars, Rúnari Þórissyni gítarleikara Daggar og Hauka og Erni Jónssyni bassaleikara.

Þeir fengu til liðs við sig Ólaf Guðmundsson, söngvara og Vilberg Viggósson, hljómborðsleikara og gerðu Út í kuldann 1981. Ómar Óskarsson kom inn sem söngvari í stað Ólafs á plötunni Sýn sem kom út 1983.

Sveitin vakti strax athygli og fékk góða dóma en náði ekki umtalsverðum vinsældum fyrr en platan Get ég tekið cjéns kom út árið 1984. Sú plata sló rækilega í gegn með Helga Björnsson sem söngvara og þykir enn í dag vera ein best heppnaða poppplata okkar Íslendinga, enda er þar að finna lög á borð við „Þúsund sinnum segðu já“, „Mér finnst rigningin góð“ og „16“. Hér var Vilberg hættur aftur, en Hjörtur Howser kominn á hljómborð.

Fjórða plata Stansað, dansað og öskrað kom út í desember 1985 og innhélt m.a. lögin „Tangó“ og „Himnalag“. Á þessum árum léku með hljómsveitinni m.a. Jakob Magnússon, Hjörtur Howser og Haraldur Þorsteinsson.

Árið 1986 urðu mannabreytingar og í hljómsveitina komu þau Andrea Gylfadóttir söngkona og Baldvin Sigurðarson bassaleikari. Þannig skipuð fór Grafík í stúdíó til þess að taka upp fimmtu plötuna Leyndarmál sem hlaut góðar viðtökur en þar er að finna lögin „Presley“ og „Prinsessan“.

 

Plöturnar: Út í kuldann, Sýn, Get ég tekið sjens, Stansað dansað og öskrað, Leyndarmál og Sí og æ

Grafíkplöturnar 5 eru ótrúlega ólíkar. Tímabilið og plöturnar með Helga voru best heppnaðar, lögin grípandi og textarnir líka. Leyndarmál með Andreu var líka vel heppnað en með duldari textum og kannski ekki jafn grípandi og Sjensinn og Dansað. Fyrsta platan innhélt einn hittara, Vídeó, en var að öðru leyti þung og kannski dálítið innhverf. Sýn var plata Rabba og Rúnars og vantaði kannski smá commercial bit en engu að síður góð progressive plata sem hefur staðist tímans tönn eins og seinni þrjár plöturnar hafa gert líka.

Lögin

Lögin er ólík enda mikil breyting á hverri plötu. Vídeó af fyrstu plötunni auk tveggja instrumentala, af Sýn er líka 3 instrumental og tvö sungin (Fall og Fyrir mynd).  Af Cjénsinum eru sex lög fimm með textum Helga og konan hans Vilborg semur einn. Af Stansað koma önnur sex lög öll með texta eftir Helga. Og af Leyndarmáli kom 7 lög með texta eftir Andrea (1), Rafn (2), Rúnar (2) og Hjört (1) og einn saman. Eitt lag er síðan af safnplötunni Sí og ég og loks tvö ný lög, Bláir fuglar sem hefur slegið í gegn og Beljur-Geimverur.

Myndbandið

Í pakkanum er líka myndband kvikmynd um Grafík eftir Bjarna Grímsson og Frosta Runólfsson og er virkilega gefandi og skemmtilegt. Á útgáfuhljómleikunum í Austurbæjarbíói fyrir jól var myndbandið sýnt í heild sinni en síðan spilaði Grafík nokkur lög bæði með Helga og með Andreu, sem fóru bæði á kostum, sérstaklega fannst mér mikið til flutnings Andreu komið.

Safnið

Pakkinn er í venjulegri diskastærð í pappaumslagi með aukavösum fyrir bók og DVD. Persónlega er ég hrifnari af bókastærðinni þegar diskarnir eru 3 eða fleiri, en þetta er samt smekklegt.

Niðurstaða

Besta safnútgáfa ársins 2011 á Íslandi.

10 stjörnur af 10

(hia)

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *