ÝMSIR – GULLEYJAN (2012) 5 stjörnur

Flestir lásu Gulleyjuna sem börn hér áður fyrr, síðan man ég eftir teiknimyndablaði alla vega en hef ekki fylgst sérstaklega með síðan. Auðvitað áttaði maður sig á að Pirates of the Caribbean var byggt að hluta á þessari sögu sem Robert Louis Stevenson samdi 1883 og heitir á frummálinu Treasure Island.

Í janúar síðast liðnum settu Leikfélag Akureyrar og Borgarleikhúsið upp söngleik um Gulleyjuna eftir handriti Spaugstofumannanna Karls Ágústs Úlfssonar og Sigurðar Sigurjónssonar í leikstjórn Sigurðar.Karl semur hins vegar alla texta og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson öll lögin.

Hér eru 12 lög sem sungin eru af leikurunum sem fluttu það á sviði, þeim Einari Aðalsteinssyni, Guðmundi Ólafssyni, Þórunni Ernu Clausen, Kjartani Guðjónssyni, Þóru Karitas Árnadóttur og sjálfum Birni Jörundi Friðbjörnssyni.

Einhverjar persónurnar eru mér gleymdar eða einfaldlega nýjar, ég man ekki eftir neinum kvenskyns þegar ég las þetta fyrst.

En lögin eru ágæt söngleikjalög, og þó að ég hafi hlusta nokkuð oft á plötuna í bílum þá situr ekkert laganna eftir. Flutningurinn er ágætur en skilur heldur ekkert mikið eftir. Sögurnar á milli laga bjarga plötunni og gera hana áheyrilega sem söngleikjaplötu. En ef þau hefð

u viljað fá spilun í útvarpi hefði verið gæfulegra að hafa sögurnar sem sér “lög”, sem spiluðust þá ekki í beinu framhaldi af sönglögunum.

En það má prófa þetta fyrir fyrir yngri kynslóðina í bílunum í sumar.

5 stjörnur af 10

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *