HELGI BJÖRNS & REIÐMENN VINDANNA – HEIM Í HEIÐARDALINN (2012) 5 stjörnur

Helgi Björns virðist í fyrstu vera að slá í gegn enn einu sinni með 4ðu hestaplötunni. Vel valin lög sem smellpassa á hvaða sveitaball sem er.

En hann klikkar að mínu mati í þetta sinn á söng og útsetningum því miður.

Á fyrri plötunum má segja að Helgi hafi komið á óvart með fjölhæfni sinni og aðlögun. Hann valdi stundum óvenjuleg lög og tókst vel upp. Á fyrri plötunum var það oftast kóralög sem slógu í gegn en á þessari plötu er bara ekkert kóralag. Og hreinræktuð hestalög virðast líka uppurin. Í staðinn eru nokkur vinsæl íslensk dægurlög frá sjöunda og áttunda áratugnum í lítt spennandi “sveitaballskeyrslu”.

Eyjalagið Vor við sæinn eftir Oddgeir Kristjánsson, Ég er kominn heim í Heiðardalinn, erlent country lag við texta Lofts Guðmuyndssonar, Sunnanvindur, sem heitir Mr Sandman, sem margir hafa tekið hér betur, Mannakornslagið Graði Rauður, líka erlent Country lag, sem Mannakorn gerðu betur. Glókollur sem Póló og Bjarki gerðu vinsælt og Sveitapiltsins draumur, Mamas & The Papas lagið sem Hljómar gerðu vinsælt.

Síðan eru lögin Jörðin sem ég ann eftir Magnús Sigmundsson og Íslenskur kúreki eftir Valgeir, og er þýðing hans sjálfs því miður ekki upp á marga fiska og húmorinn í enskunni gjörsamlega dauður. Sorrí.

Það er ekkert lag í sönginn í lítið pælt á hvað passar í útsetningum fyrir röddina í þetta sinn. Spilamennskan er var í meðallagi og útsetningar engar. Hljómar eins og það hafi bara verið talið í …. 1, 2, 3, 4 …..

En síðasta plata seldist alla vega í 5000 eintökum og þessi nær því hugsanlega líka ef hún er ekki búin að því.

En það er samt jákvætt að endurvekja góð lög.

5 stjörnur af 10

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *