VEISTU HVER ÉG VAR – POTTAPARTÝ MED SIGGA HLÖ (2012) 4 stjörnur

Úfff, Guði sé lof að níundi áratugurinn var ekki allur svona í tónlist! Það eru ekki nema þrjú lög sem ég keypti af þessum 57 á sínum tíma, auðvitað á ég nokkur til viðbótar síðan af ýmsum öðrum ástæðum en tónlistarlegum gæðum eða áhuga.

Sum þessara laga voru vinsæl hér, þá meina ég að þau voru keypt í plötubúðum, Abracadabra með Steve Miller Band, Maria Magdalena með Söndru, Owner Of A Lonely Heart með Yes, Hold Me Now með Thompson Twins, Such A Shame með Talk Talk, Beat It með Michael Jackson, Baggy Trousers með Madness, Never Again með Classix Nouveaux, þó að fáir mættu á tónleikana hjá þeim í Höllinni, Save A Prayer með Duran Duran var feikivinsælt, Eyes Without A Face með Billy Idol, The Power Of Love með Frankie Goes To Hollywood, Midnight Blue með ELO og 2 Out Of 3 Ain’t Bad með Meat Loaf. En þessir seldu reyndar flestir aðallega stóru plöturnar sínar en aðrar 12″ og 7″ tommur.

Lét allar 3 plötrurnar sem bera undirheitin Potturinn, Partýið og Sleikurinn, renna á fullu út í garði í dag á meðan ég dútlaði við að mála þakkantinn og það virkaði ekki alveg, hefði viljað hafa eitthvað annað í gangi 🙁

Þó að mörg laganna séu ágæt eru líka mörg sem passa ekki saman að mínum smekk. Kannski hefði ég frekar átt að vera í sleik í partí í heitum potti, hefði örugglega virkað betur:)

4 stjörnur af 10

P.s. …. umslagið fær 10 í mínus, James Last hefði ekki getað gert verr.

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist, Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *