ÁSGEIR TRAUSTI – DÝRÐ Í DAUÐAÞÖGN (2012) 9 stjörnur

Það er hreint ótrúlegt hvað komið hefur af nýjum frambærilegum músíköntum síðustu misserin og árin. Ásgeir Trausti sást fyrst í Hljómskálanum í sumar, taka lagið Sumargestur með hálfbróður sínum Þorsteini Einarssyni söngvara Hjálma. Eftir það kom lagið Leyndarmál sem sló líka í gegn á ljósvökunum.

Fyrsta plata Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, var tekin upp með hraði, allt lög eftir Ásgeir sjálfan en 6 textar eftir faðir hans Einar Georg Einarsson, 3 eftir Júlíus Róbertsson og eitt eftir þá saman, Einar og Júlíus.

Söngurinn hans Ásgeirs minnir að sjálfsögðu á stóra bróðir, þó að músíkin sé ekkert líka Hjálmum. Strákurinn, sem ku vera tvítugur, hefur greinilega verið að hlusta á indie músík, eins og margir af nýju íslensku listamönnunum, sérstaklega Keflavíkur böndunum. Mýktin í röddinni minnir líka á Valdimar.

Platan byrjar á þungum píanótón, ekki ólíkt “Mother” á fyrstu sólóplötu John Lennon í laginu Hærra. Lögin eru nokkuð fjölbreytt. Titillagið er uppáhaldslagið mitt, mjög gott með skemmtilegum indie áhrifum, Midlake, Bon Iver og milljón aðrir áhrifavaldar, en samt frumlegt. Sumargestur og Leyndarmál þekkja allir sem hlusta eitthvað á útvarp, enda tvö af vinsælustu lögum sumarsins. Nýfallið regn er annað gott lag í indie feeling a la Midlake t.d. góð útsetning og skemmtilegir taktar.

Þess má geta að Ásgeir er líka meðlimur í hljómsveitinni The Lovely Lion sem gefur út sína fyrstu plötu fljótlega, skilst mér, en þeir hafa heyrst með samnefnt lag í útvarpinu í sumar og gefa góð fyrirheit.

Í heildina er Dýrð í dauðaþögn (flottur titill) nokkuð góð plata, en röddin fullmikið notuð í falsettó/háum tónum. Og við skulum vona að þrátt fyrir að vera góður og þekki Kidda í Hljóðrita, verði hann ekki á annarri hverri plötu næsta árið eins og Valdimar, sem ég er hræddur um að hafi skemmt dálítið fyrir sér með því á síðastliðnu ári.

En 9 af 10 er niðurstaðan.

 

 

Be Sociable, Share!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *