EIVÖR – ROOM (2012) 8 stjörnur

Eivor er mikil söngkona, fjölbreytt, leitandi í allar áttir og eins og síðasta platan hennar Larva er Room leitandi í allar áttir, dálítið truflandi í byrjun en vinnur sífellt á. Og eins og síðasta platan þá er Room á ensku.

En á meðan Larva skildi ekki mikið eftir fyrir mig og hefur ekki verið spiluð eftir plötudóminn, þá held ég að Room kalli á frekari hlustun.

Útsetningar og upptaka eru í alla staði til fyrirmyndar, mikið af góðum hugmyndun, auðvitað eitthvað fengið af láni, en þannig lærum við. En það sem skiptir mestu máli er að rödd hennar er í forgrunni, enda flóknasta og nákvæmasta hljóðfærið á Room.

Auðvitað þykist maður þekkja fullt af áhrifum, Kate Bush að sjálfsögðu, Katie Melua í uppáhaldslaginu mínu I Know, Nina Hagen í Boxes, Enya í Rain svo eitthvað sé nefnt. Það sem truflaði mig á Larva og við fyrstu 10-15 hlustanir á Room var að hún er að gera allt of mikið og að fara í allt of margar áttir. Hún er stundum að þenja klassískt menntaða röddina of hátt fyrir minn smekk, hún fer út fyrir mín þægindamörkin.

En eftir 20-30 spilanir þekki ég öll lögin og er á því að söngur hennar. lögin öll og smekklegar og ævintýralegar útsetningar hafi skapað líklega bestu plötu hennar. Og fjölbreytnin hefur breytt plötunni í margslungið meistaraverki.

Bestu lögin:

I Know, Room, True Love, Rain

8/10

 

 

 

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *