ÞÓRUNN ANTONÍA – STAR CROSSED (2012) 6 stjörnur

Það er eins að fara í tímavél að hlusta á þessa aðra plötu Þórunnar Antoníu. 80s með öllum 80s brellunum, Donna Summer, og hvað þær nú hétu allar diskódívurnar.

Þórunn er fyrir það fyrsta dóttir Magnúsar Sigmundssonar eins mesta tónlistarmanns Íslands, í öðru lagi er hún vinkona Dhani Harrison (sonur George) og syngur í 3-4 lögum á nýju plötunni hans og thenewnumber2, sem heitir thefearofmissingout, sem er bara fín, og í þriðja lagi var hún í ágætu 80s nostalgíubandi, Fields, í Bretlandi, sem gaf út ágæta plötu og nokkur fín lög, þar sem hún var aðallega hljómborðsleikari og bakraddarsöngvari. Hún gaf líka út plötu 2002 Those Little Things og hefur sungið eitt og eitt lag á safnplötum eins og Maistjörnuna og Aravísur.

Lögin eru öll flott, For Your Love, So High, Star Crossed, Out Of Touch, Don’t Dissapear og The Last Word. Já þetta eru flottar dans lagasmíðar, Hvort sem það er Berndsen, sem semur flest laganna, eða Þórunn sem gera þau góð.

Einhvern tímann hefði ég sagt um þessa plötu: flott demo, það verður gaman að heyra þegar þið eruð búin að taka hana upp með hljóðfærum. En hún á ákkúrat að vera svona. Ekki minn kaffibolli, en respect.

Með fullri virðingu þetta er flott dansplata, útvarpsplata, gleðiplata.

6 störnur að 10

This entry was posted in Plötudómar / Record reviews, Tónlist. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *